Sér engin rök fyrir áframhaldandi einangrunarvist skipverjans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 12:37 Maðurinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/gva Engin rök eru fyrir því að halda manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í einangrun vikum saman, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins. Of mikið sé um einangrunarvist hér á landi. „Það er mín afstaða að hann ætti ekki að vera í einangrun [...] Ef það er afstaða dómstóla að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá er það bara afstaða dómstóla. En ég tel það algjörlega óásættanlegt að hann sé í einangrun. Ég hef ekki séð nein rök sem ég get fallist á,“ sagði Páll Rúnar í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Páll Rúnar sagði alltof mikið um notkun einangrunarvistar. Leggja verði þá kröfu á herðar rannsakenda að sýna fram á að skilyrði fyrir einangrunarvist séu uppfyllt og að verði að gera með áþreifanlegum hætti. „Það er mjög sjaldgæft að kröfu um einangrun sé hafnað af dómstólum. Til þess að hægt sé að samþykkja einangrun einstaklings þá þurfa að vera til staðar mjög ströng skilyrði,“ sagði hann. „Það er oft eins og einangrunarvist sé eitthvert svona gjafabréf á Disney-siglingu. Þetta er hræðileg afplánun.“ Aðspurður segir Páll manninn halda staðfastlega fram sakleysi sínu.„ Sem sakborningur sem heldur fram sakleysi sínu að þá nýtur hann ákveðinna réttinda. Og rétt meðal annars til að teljast saklaus þangað til að möguleg sekt hans væri endanlega sönnuð. Þótt það sé ekki alltaf vinsælt að halda þessu fram þá verður einfaldlega á þetta að benda því eins og kom fram þá eru mannréttindi ekki spariföt, þau eru hversdags. " Maðurinn, sem var skipverji á togaranum Polar Nanoq, var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur því sætt gæsluvarðhaldi og einangrun í rúmar fimm vikur. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Engin rök eru fyrir því að halda manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í einangrun vikum saman, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins. Of mikið sé um einangrunarvist hér á landi. „Það er mín afstaða að hann ætti ekki að vera í einangrun [...] Ef það er afstaða dómstóla að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá er það bara afstaða dómstóla. En ég tel það algjörlega óásættanlegt að hann sé í einangrun. Ég hef ekki séð nein rök sem ég get fallist á,“ sagði Páll Rúnar í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Páll Rúnar sagði alltof mikið um notkun einangrunarvistar. Leggja verði þá kröfu á herðar rannsakenda að sýna fram á að skilyrði fyrir einangrunarvist séu uppfyllt og að verði að gera með áþreifanlegum hætti. „Það er mjög sjaldgæft að kröfu um einangrun sé hafnað af dómstólum. Til þess að hægt sé að samþykkja einangrun einstaklings þá þurfa að vera til staðar mjög ströng skilyrði,“ sagði hann. „Það er oft eins og einangrunarvist sé eitthvert svona gjafabréf á Disney-siglingu. Þetta er hræðileg afplánun.“ Aðspurður segir Páll manninn halda staðfastlega fram sakleysi sínu.„ Sem sakborningur sem heldur fram sakleysi sínu að þá nýtur hann ákveðinna réttinda. Og rétt meðal annars til að teljast saklaus þangað til að möguleg sekt hans væri endanlega sönnuð. Þótt það sé ekki alltaf vinsælt að halda þessu fram þá verður einfaldlega á þetta að benda því eins og kom fram þá eru mannréttindi ekki spariföt, þau eru hversdags. " Maðurinn, sem var skipverji á togaranum Polar Nanoq, var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur því sætt gæsluvarðhaldi og einangrun í rúmar fimm vikur.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira