„Það verða allir að koma í þennan vagn“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 16:15 Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Vísir/GVA Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan. Víglínan Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan.
Víglínan Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira