„Það verða allir að koma í þennan vagn“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 16:15 Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Vísir/GVA Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan. Víglínan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira