Þáði aðeins um tíu þúsund krónur fyrir að myrða Kim Jong-nam Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 23:35 Hin indónesíska Siti Aisyah er talin hafa ráðið Kim Jong-Nam af dögum en yfirvöld í Norður-Kóreu eru grunuð um að standa að baki árásinni. vísir/epa Siti Aisyah, indónesísk kona sem er í haldi vegna morðsins á Kim Jong-nam, þáði að eigin sögn aðeins jafngildi um tíu þúsund íslenskra króna fyrir verknaðinn. BBC greinir frá. Kim Jong-nam var bróðir einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un. Atlaga var gerð að honum í komusal alþjóðaflugvallarins í Kuala Lumpur af tveimur konum sem komu aftan að honum og skvettu framan í hann eitri. Í kjölfarið leitaði Kim sér læknisaðstoðar á flugvellinum og lést síðar í sjúkrabifreið á leiðinni á spítala. Aisyah er 25 ára gömul en henni var að eigin sögn talin trú um að hún væri aðeins að taka þátt í sjónvarpshrekk og segist ekki hafa haft hugmynd um að efnið sem um ræddi væri eitur. Henni var öllu heldur tjáð að um barnaolíu væri að ræða. Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un.vísir/gettyMalasíska lögreglan greindi frá því í gær að VX-taugaeitur hafi verið notað var til þess að ráða Kim Jong-nam af dögum. Eitrið er afar sterkt og er flokkað sem gjöreyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum. Norður-kóresk yfirvöld eru grunuð um verknaðinn þrátt fyrir að þau neiti staðfastlega aðild. Auk Aisyah eru tveir í haldi grunaðir um aðild að ódæðinu, annars vegar víetnömsk kona og hins vegar karlmaður frá Norður-Kóreu. Víetnamska konan, Doan Thi Huong, er 29 ára gömul og ber einnig fyrir sig að hún hafi framið verknaðinn í þeirri trú að hún væri þátttakandi í sjónvarpshrekk. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Stórhættulegt taugaeitur var notað til að bana Kim Kim Jong-nam var hálfbróðir einræðisherrans í Norður-Kóreu, Kim Jong-un. 25. febrúar 2017 07:30 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Siti Aisyah, indónesísk kona sem er í haldi vegna morðsins á Kim Jong-nam, þáði að eigin sögn aðeins jafngildi um tíu þúsund íslenskra króna fyrir verknaðinn. BBC greinir frá. Kim Jong-nam var bróðir einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un. Atlaga var gerð að honum í komusal alþjóðaflugvallarins í Kuala Lumpur af tveimur konum sem komu aftan að honum og skvettu framan í hann eitri. Í kjölfarið leitaði Kim sér læknisaðstoðar á flugvellinum og lést síðar í sjúkrabifreið á leiðinni á spítala. Aisyah er 25 ára gömul en henni var að eigin sögn talin trú um að hún væri aðeins að taka þátt í sjónvarpshrekk og segist ekki hafa haft hugmynd um að efnið sem um ræddi væri eitur. Henni var öllu heldur tjáð að um barnaolíu væri að ræða. Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un.vísir/gettyMalasíska lögreglan greindi frá því í gær að VX-taugaeitur hafi verið notað var til þess að ráða Kim Jong-nam af dögum. Eitrið er afar sterkt og er flokkað sem gjöreyðingarvopn af Sameinuðu þjóðunum. Norður-kóresk yfirvöld eru grunuð um verknaðinn þrátt fyrir að þau neiti staðfastlega aðild. Auk Aisyah eru tveir í haldi grunaðir um aðild að ódæðinu, annars vegar víetnömsk kona og hins vegar karlmaður frá Norður-Kóreu. Víetnamska konan, Doan Thi Huong, er 29 ára gömul og ber einnig fyrir sig að hún hafi framið verknaðinn í þeirri trú að hún væri þátttakandi í sjónvarpshrekk.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Stórhættulegt taugaeitur var notað til að bana Kim Kim Jong-nam var hálfbróðir einræðisherrans í Norður-Kóreu, Kim Jong-un. 25. febrúar 2017 07:30 Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Stórhættulegt taugaeitur var notað til að bana Kim Kim Jong-nam var hálfbróðir einræðisherrans í Norður-Kóreu, Kim Jong-un. 25. febrúar 2017 07:30
Hyggjast gefa út handtökuskipan á hendur sendiráðsstarfsmanni vegna morðsins á Kim Jong-Nam Fjórir einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam, tvær konur og tveir karlmenn. 25. febrúar 2017 09:37
Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30