Butler og Wade frábærir í sigri á Cavaliers Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2017 11:00 Wade var einu frákasti frá þrefaldri tvennu í nótt. Vísir/Getty Jimmy Butler og Dwyane Wade áttu báðir frábæra leiki í öruggum 117-99 sigri Chicago Bulls á LeBron James-lausum Cleveland Cavaliers mönnum í Cleveland í gær en Wade var aðeins einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu eins og Butler. LeBron gat ekki tekið þátt í leiknum vegna veikinda og saknaði Cleveland því tveggja stórstjarna í leiknum en Kevin Love er enn frá vegna meiðsla. Jafnræði var með liðunum framan af og var Cleveland með eins stiga forskot í hálfleik en gestirnir frá Chicago komu mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðu um tíma tuttugu stiga forskoti í öruggum sigri. Butler var með þrefalda tvennu með 18 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar en Wade var með 20 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar í leiknum. Í liði Cleveland var það Kyrie Irving sem var atkvæðamestur í fjarveru James og Love með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Í Houston heldu heimamenn áfram að einfaldlega byggja á þeirri hugmyndafræði að skora meira en gestirnir en þrátt fyrir að fá á sig 130 stig á heimavelli unnu Rockets menn tólf stiga sigur á Minnesota Timberwolves 142-130. Houston leiddi allt frá fyrstu mínútu og náði þegar mest var tuttugu stiga forskoti en tröllatvenna Karl-Anthony Towns með 37 stig og 22 fráköst hélt Úlfunum frá því að fá rassskellingu. Í New York setti Carmelo Anthony niður sigurkörfuna þegar þrjú sekúndubrot voru eftir í sigri Knicks á Philadelphia 76ers. Knicks léku án Kristaps Porziņģis í nótt og þurfti Carmelo því að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Var hann með 37 stig í leiknum og hitti úr 15/25 skotum sínum ásamt því að setja niður fimm af sjö vítaskotum sínum. Þá töpuðu Pelíkanarnir frá New Orleans öðrum leik sínum í röð með vandræðagemsann DeMarcus Cousins innanborðs gegn Dallas Mavericks í nótt en Cousins hafði hægt um sig í leiknum með 12 stig og 15 fráköst.Úrslit kvöldsins: Sacramento Kings 85-99 Charlotte Hornets Orlando Magic 105-86 Atlanta Hawks New York Knicks 110-109 Philadelphia 76ers Miami Heat 113-95 Indiana Pacers Dallas Mavericks 96-83 New Orleans Pelicans Cleveland Cavaliers 99-117 Chicago Bulls Houston Rockets 142-130 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 112-95 Brooklyn NetsBestu tilþrifin: Einvígi Harden og Towns í Houston: Anthony reyndist drjúgur á lokasprettinum: NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Jimmy Butler og Dwyane Wade áttu báðir frábæra leiki í öruggum 117-99 sigri Chicago Bulls á LeBron James-lausum Cleveland Cavaliers mönnum í Cleveland í gær en Wade var aðeins einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu eins og Butler. LeBron gat ekki tekið þátt í leiknum vegna veikinda og saknaði Cleveland því tveggja stórstjarna í leiknum en Kevin Love er enn frá vegna meiðsla. Jafnræði var með liðunum framan af og var Cleveland með eins stiga forskot í hálfleik en gestirnir frá Chicago komu mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðu um tíma tuttugu stiga forskoti í öruggum sigri. Butler var með þrefalda tvennu með 18 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar en Wade var með 20 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar í leiknum. Í liði Cleveland var það Kyrie Irving sem var atkvæðamestur í fjarveru James og Love með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Í Houston heldu heimamenn áfram að einfaldlega byggja á þeirri hugmyndafræði að skora meira en gestirnir en þrátt fyrir að fá á sig 130 stig á heimavelli unnu Rockets menn tólf stiga sigur á Minnesota Timberwolves 142-130. Houston leiddi allt frá fyrstu mínútu og náði þegar mest var tuttugu stiga forskoti en tröllatvenna Karl-Anthony Towns með 37 stig og 22 fráköst hélt Úlfunum frá því að fá rassskellingu. Í New York setti Carmelo Anthony niður sigurkörfuna þegar þrjú sekúndubrot voru eftir í sigri Knicks á Philadelphia 76ers. Knicks léku án Kristaps Porziņģis í nótt og þurfti Carmelo því að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Var hann með 37 stig í leiknum og hitti úr 15/25 skotum sínum ásamt því að setja niður fimm af sjö vítaskotum sínum. Þá töpuðu Pelíkanarnir frá New Orleans öðrum leik sínum í röð með vandræðagemsann DeMarcus Cousins innanborðs gegn Dallas Mavericks í nótt en Cousins hafði hægt um sig í leiknum með 12 stig og 15 fráköst.Úrslit kvöldsins: Sacramento Kings 85-99 Charlotte Hornets Orlando Magic 105-86 Atlanta Hawks New York Knicks 110-109 Philadelphia 76ers Miami Heat 113-95 Indiana Pacers Dallas Mavericks 96-83 New Orleans Pelicans Cleveland Cavaliers 99-117 Chicago Bulls Houston Rockets 142-130 Minnesota Timberwolves Golden State Warriors 112-95 Brooklyn NetsBestu tilþrifin: Einvígi Harden og Towns í Houston: Anthony reyndist drjúgur á lokasprettinum:
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira