Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 09:51 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Vilhelm Hagnaður flugfélagsins WOW air á síðasta ári nam 4,3 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. „Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins en hana má sjá í heild sinni hér að neðan:Tekjur WOW air árið 2016 námu 36,7 milljörðum króna sem er 111% aukning miðað við árið á undan en þá námu þær 17 milljörðum króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna.Á síðasta ári bætti félagið sjö þotum við flotann og var með tólf þotur í rekstri í lok ársins; tvær Airbus A320, þrjár Airbus A330 breiðþotur og sjö Airbus A321. Fjórar af þessum þotum eru í eigu félagsins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm glænýjum Airbus þotum og verður þá floti félagsins orðinn 17 þotur.Árið 2016 flutti WOW air 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Í ár gerir félagið ráð fyrir því að fljúga með um 3 milljónir farþega. Heildarsætanýting árið 2016 var 88% en árinu áður var heildarsætanýtingin 86%. Á árinu flaug félagið til yfir þrjátíu áfangastaða beggja vegna Atlansthafsins.Fjölda áfangastaða WOW air í Norður-Ameríku fjölgaði úr tveimur í sjö á síðasta ári. Síðastliðið vor hóf félagið áætlunarflug til vesturstrandar Bandaríkjanna; til Los Angeles og San Francisco. Síðan flug hófst til vesturstrandarinnar hefur fjöldi farþega frá borgunum tveimur aukist um 340%. Einnig hóf félagið flug allan ársins hring til kanadísku borganna Toronto og Montréal en síðan þá hefur fjöldi ferðamanna frá Kanada aukist um 78% á milli ára. New York bættist svo við leiðarkerfið í lok nóvember á síðasta ári.Á síðasta ári störfuðu um 720 manns hjá WOW air sem er 157% starfsmannaaukning frá árinu áður en árið 2015 störfuðu 280 manns hjá félaginu. Í ár, 2017 er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldi félagsins verði um 1100 manns.„Árið 2016 var magnað í alla staði og ekki hægt annað en að vera ánægður með þennan frábæra árangur. Við fórum af stað með háleit markmið um mikla stækkun á öllum sviðum og það er búið að vera óheyrilega gaman að vinna með öllu okkar frábæra starfsfólki við að ná tilsettum markmiðum og gott betur. Þetta er þeirra sigur. Að sama skapi er ljóst að samkeppnin til og frá Íslandi sem og yfir hafið hefur aldrei verið meiri. Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskoranir og munum halda áfram að lækka fargjöld öllum til hagsbóta“, segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.Lykiltölur• Tekjur ársins 2016 námu rúmlega 36,7 milljörðum króna, samanborið við 17 milljarða króna frá árinu áður.• EBITDAR hagnaður ársins 2016 nam 10,5 milljörðum eða 28,5% af tekjum.• EBITDA hagnaður ársins 2016 nam 5,6 milljörðum eða 15,2% af tekjum.• EBIT hagnaður ársins 2016 nam 3,7 milljörðum eða 10,0% af tekjum.• Hagnaður WOW air eftir tekjuskatt nam 4,3 milljörðum eða 11,8% af tekjum. WOW Air Tengdar fréttir Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. 7. febrúar 2017 11:59 WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins. 9. febrúar 2017 10:12 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Hagnaður flugfélagsins WOW air á síðasta ári nam 4,3 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. „Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins en hana má sjá í heild sinni hér að neðan:Tekjur WOW air árið 2016 námu 36,7 milljörðum króna sem er 111% aukning miðað við árið á undan en þá námu þær 17 milljörðum króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna.Á síðasta ári bætti félagið sjö þotum við flotann og var með tólf þotur í rekstri í lok ársins; tvær Airbus A320, þrjár Airbus A330 breiðþotur og sjö Airbus A321. Fjórar af þessum þotum eru í eigu félagsins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm glænýjum Airbus þotum og verður þá floti félagsins orðinn 17 þotur.Árið 2016 flutti WOW air 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Í ár gerir félagið ráð fyrir því að fljúga með um 3 milljónir farþega. Heildarsætanýting árið 2016 var 88% en árinu áður var heildarsætanýtingin 86%. Á árinu flaug félagið til yfir þrjátíu áfangastaða beggja vegna Atlansthafsins.Fjölda áfangastaða WOW air í Norður-Ameríku fjölgaði úr tveimur í sjö á síðasta ári. Síðastliðið vor hóf félagið áætlunarflug til vesturstrandar Bandaríkjanna; til Los Angeles og San Francisco. Síðan flug hófst til vesturstrandarinnar hefur fjöldi farþega frá borgunum tveimur aukist um 340%. Einnig hóf félagið flug allan ársins hring til kanadísku borganna Toronto og Montréal en síðan þá hefur fjöldi ferðamanna frá Kanada aukist um 78% á milli ára. New York bættist svo við leiðarkerfið í lok nóvember á síðasta ári.Á síðasta ári störfuðu um 720 manns hjá WOW air sem er 157% starfsmannaaukning frá árinu áður en árið 2015 störfuðu 280 manns hjá félaginu. Í ár, 2017 er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldi félagsins verði um 1100 manns.„Árið 2016 var magnað í alla staði og ekki hægt annað en að vera ánægður með þennan frábæra árangur. Við fórum af stað með háleit markmið um mikla stækkun á öllum sviðum og það er búið að vera óheyrilega gaman að vinna með öllu okkar frábæra starfsfólki við að ná tilsettum markmiðum og gott betur. Þetta er þeirra sigur. Að sama skapi er ljóst að samkeppnin til og frá Íslandi sem og yfir hafið hefur aldrei verið meiri. Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskoranir og munum halda áfram að lækka fargjöld öllum til hagsbóta“, segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.Lykiltölur• Tekjur ársins 2016 námu rúmlega 36,7 milljörðum króna, samanborið við 17 milljarða króna frá árinu áður.• EBITDAR hagnaður ársins 2016 nam 10,5 milljörðum eða 28,5% af tekjum.• EBITDA hagnaður ársins 2016 nam 5,6 milljörðum eða 15,2% af tekjum.• EBIT hagnaður ársins 2016 nam 3,7 milljörðum eða 10,0% af tekjum.• Hagnaður WOW air eftir tekjuskatt nam 4,3 milljörðum eða 11,8% af tekjum.
WOW Air Tengdar fréttir Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. 7. febrúar 2017 11:59 WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins. 9. febrúar 2017 10:12 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. 7. febrúar 2017 11:59
WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins. 9. febrúar 2017 10:12