Nýtt borgarhverfi með 620 íbúðum rís sunnan Smáralindar Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 10:55 Teikning að fyrirhuguðu borgarhverfi. Vísir Ný 620 íbúða byggð mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar í Kópavogi, en byggðin hefur fengið nafnið 201 Smári. Í tilkynningu vegna málsins kemur fram að hugmyndafræðin að baki 201 Smára byggi á nútímalegri nálgun skipulags, uppbyggingar og hönnunar. Almenningi gefst tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins og íbúðanna með beinum hætti meðal annars með aðstoð gagnvirks vefsvæðis, www.201.is. „Hugmyndin með 201 Smára er að skapa nútímaborgarhverfi með snjöllum lausnum í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Við viljum fá fólk til að móta verkefnið með okkur og segja hvað því finnst skipta mestu máli við útfærslu á nútímaíbúðum og hverfi sem býður upp á nánast alla þjónustu sem völ er á. Á viðbótarfermetrinn að vera í stofunni eða svefnherberginu, á eldhúsið að vera opið eða á að vera til sameiginlegt rými til afnota fyrir íbúa? Með þessari nálgun mun almenningur geta haft bein áhrif á það hvernig hverfið, húsin og íbúðirnar mótast. Upplýsingar sem fást verða notaðar við hönnun og nánari útfærslu verkefnisins,“ segir Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, sem sér um framkvæmd verkefnisins ásamt Reginn fasteignafélagi og Smárabyggð ehf.Ein af þeim myndum sem fylgir með tilkynningum um fyrirhugaða borgarbyggð.VísirÍ tilkynningunni kemur fram að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í stærðum íbúða og að skapa góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Íbúðirnar verða frá um 50 fermetrum að stærð, og áhersla á vel skipulagðar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Efnt verður til nafnaleiks í samstarfi við Kópavogsbæ um götunöfn og nafn á aðaltorgið í 201 Smára. Kynning á uppbyggingu hverfisins verður haldin í Smáralind og hefst í dag. Á sama tíma verður tekin í notkun gagnvirk síða þar sem fólki gefst kostur á að svara könnun sem hugmyndin er að nýta fyrir hönnun og uppbyggingu á byggingarreitnum 201 Smári. Í tilkynningunni segir Halldór Eyjólfsson, þróunarstjóri Klasa, verkefnið spennandi og mjög áhugavert að fá fram áherslur íbúa. „Á skömmum tíma hafa orðið mjög miklar breytingar á því hvernig við lifum og húsnæðisþarfir fólks eru ekki þær sömu og þær voru fyrir nokkrum áratugum. Okkar daglega líf hefur breyst en íbúðirnar hafa ekki fylgt þróuninni nema að litlu leyti miðað við hinar hröðu tæknibreytingar og lausnir sem hafa orðið til. Nútímaheimilið er svo miklu meira en bara þak yfir höfuðið. Það þarf að uppfylla kröfur um öryggi og tæknilausnir. Mikil áhersla verður lögð á að nýta hvern fermetra til hins ýtrasta og með ýmsum snjöllum tæknilausnum má hámarka þá nýtinguna en um leið tryggja að öll nútímaþægindi séu til staðar,” segir Halldór. Nánar um hvernig gagnvirki vefurinn virkar má sjá á vefsíðunni www.201.is og nánari upplýsingar um hverfið er að finna inná facebook.com/201smari. Skipulag Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Ný 620 íbúða byggð mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar í Kópavogi, en byggðin hefur fengið nafnið 201 Smári. Í tilkynningu vegna málsins kemur fram að hugmyndafræðin að baki 201 Smára byggi á nútímalegri nálgun skipulags, uppbyggingar og hönnunar. Almenningi gefst tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins og íbúðanna með beinum hætti meðal annars með aðstoð gagnvirks vefsvæðis, www.201.is. „Hugmyndin með 201 Smára er að skapa nútímaborgarhverfi með snjöllum lausnum í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Við viljum fá fólk til að móta verkefnið með okkur og segja hvað því finnst skipta mestu máli við útfærslu á nútímaíbúðum og hverfi sem býður upp á nánast alla þjónustu sem völ er á. Á viðbótarfermetrinn að vera í stofunni eða svefnherberginu, á eldhúsið að vera opið eða á að vera til sameiginlegt rými til afnota fyrir íbúa? Með þessari nálgun mun almenningur geta haft bein áhrif á það hvernig hverfið, húsin og íbúðirnar mótast. Upplýsingar sem fást verða notaðar við hönnun og nánari útfærslu verkefnisins,“ segir Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, sem sér um framkvæmd verkefnisins ásamt Reginn fasteignafélagi og Smárabyggð ehf.Ein af þeim myndum sem fylgir með tilkynningum um fyrirhugaða borgarbyggð.VísirÍ tilkynningunni kemur fram að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í stærðum íbúða og að skapa góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Íbúðirnar verða frá um 50 fermetrum að stærð, og áhersla á vel skipulagðar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Efnt verður til nafnaleiks í samstarfi við Kópavogsbæ um götunöfn og nafn á aðaltorgið í 201 Smára. Kynning á uppbyggingu hverfisins verður haldin í Smáralind og hefst í dag. Á sama tíma verður tekin í notkun gagnvirk síða þar sem fólki gefst kostur á að svara könnun sem hugmyndin er að nýta fyrir hönnun og uppbyggingu á byggingarreitnum 201 Smári. Í tilkynningunni segir Halldór Eyjólfsson, þróunarstjóri Klasa, verkefnið spennandi og mjög áhugavert að fá fram áherslur íbúa. „Á skömmum tíma hafa orðið mjög miklar breytingar á því hvernig við lifum og húsnæðisþarfir fólks eru ekki þær sömu og þær voru fyrir nokkrum áratugum. Okkar daglega líf hefur breyst en íbúðirnar hafa ekki fylgt þróuninni nema að litlu leyti miðað við hinar hröðu tæknibreytingar og lausnir sem hafa orðið til. Nútímaheimilið er svo miklu meira en bara þak yfir höfuðið. Það þarf að uppfylla kröfur um öryggi og tæknilausnir. Mikil áhersla verður lögð á að nýta hvern fermetra til hins ýtrasta og með ýmsum snjöllum tæknilausnum má hámarka þá nýtinguna en um leið tryggja að öll nútímaþægindi séu til staðar,” segir Halldór. Nánar um hvernig gagnvirki vefurinn virkar má sjá á vefsíðunni www.201.is og nánari upplýsingar um hverfið er að finna inná facebook.com/201smari.
Skipulag Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira