Durant skoraði 34 stig á gamla heimavellinum | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2017 11:10 Russell Westbrook sækir að Kevin Durant, sínum gamla liðsfélaga. vísir/getty Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant mætti aftur á sinn gamla heimavöll þegar Oklahoma City Thunder tók á móti Golden State Warriors. Sem kunnugt er fór Durant frá Oklahoma og til Golden State í sumar en sú ákvörðun fór illa í stuðningsmenn Oklahoma. Durant átti góðan leik í nótt og skoraði 34 stig og tók níu fráköst í 114-130 sigri Golden State sem er á toppnum í Vesturdeildinni. Klay Thompson og Steph Curry skoruðu 26 stig hvor en sá síðarnefndi tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Russell Westbrook var að venju atkvæðamestur hjá Oklahoma með 47 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Philadelphia 76ers batt enda á sigurgöngu Miami Heat þegar liðið vann 117-109 sigur í leik liðanna í Philadelphia. Fyrir leikinn í nótt var Miami búið að vinna 13 leiki í röð. Dario Saric og Robert Covington skoruðu 19 stig hvor fyrir Philadelphia sem lék án miðherjans Joel Embiid í nótt. Goran Dragic skoraði 30 stig fyrir Miami og James Johnson kom með 26 stig af bekknum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu 27 stig hvor þegar Cleveland Cavaliers vann 125-109 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Auk þess að skora 27 stig gaf James 12 stoðsendingar. Þá skilaði Kevin Love 16 stigum og níu fráköstum.Úrslitin í nótt: Oklahoma 114-130 Golden State Philadelphia 117-109 Miami Cleveland 125-109 Denver Charlotte 102-107 LA Clippers Indiana 100-116 Milwaukee Houston 133-102 Phoenix Dallas 112-80 Orlando Utah 104-112 Boston NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant mætti aftur á sinn gamla heimavöll þegar Oklahoma City Thunder tók á móti Golden State Warriors. Sem kunnugt er fór Durant frá Oklahoma og til Golden State í sumar en sú ákvörðun fór illa í stuðningsmenn Oklahoma. Durant átti góðan leik í nótt og skoraði 34 stig og tók níu fráköst í 114-130 sigri Golden State sem er á toppnum í Vesturdeildinni. Klay Thompson og Steph Curry skoruðu 26 stig hvor en sá síðarnefndi tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Russell Westbrook var að venju atkvæðamestur hjá Oklahoma með 47 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Philadelphia 76ers batt enda á sigurgöngu Miami Heat þegar liðið vann 117-109 sigur í leik liðanna í Philadelphia. Fyrir leikinn í nótt var Miami búið að vinna 13 leiki í röð. Dario Saric og Robert Covington skoruðu 19 stig hvor fyrir Philadelphia sem lék án miðherjans Joel Embiid í nótt. Goran Dragic skoraði 30 stig fyrir Miami og James Johnson kom með 26 stig af bekknum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu 27 stig hvor þegar Cleveland Cavaliers vann 125-109 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Auk þess að skora 27 stig gaf James 12 stoðsendingar. Þá skilaði Kevin Love 16 stigum og níu fráköstum.Úrslitin í nótt: Oklahoma 114-130 Golden State Philadelphia 117-109 Miami Cleveland 125-109 Denver Charlotte 102-107 LA Clippers Indiana 100-116 Milwaukee Houston 133-102 Phoenix Dallas 112-80 Orlando Utah 104-112 Boston
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira