Skipverjinn yfirheyrður áður en tekin verður ákvörðun um áframhaldandi varðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2017 14:59 Á fimmtudag hefur maðurinn setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í fjórar vikur. vísir/anton brink Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hefur ekki verið yfirheyrður síðan á föstudag. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að líkur séu til þess að hann verði yfirheyrður á morgun en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á fimmtudag. Vill lögreglan yfirheyra manninn áður og má búast við því að ákvörðun um það hvort krafist verði áframhaldandi varðhalds verði tekin í kjölfar yfirheyrslunnar, þá annað hvort á morgun eða á fimmtudagsmorgun, en maðurinn verður þá búin að sitja í haldi og sæta einangrun í alls fjórar vikur. Grímur segir að enn hafi ekki borist niðurstöður úr lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en hann á ekki von á að það dragist mikið lengur. Það getur þó tekið allt frá fjórum og upp í sex vikur að fá niðurstöður úr slíkum rannsóknum og eru nú komnar þrjár vikur frá því að fyrstu sýnin voru send út. Segist Grímur vonast til þess að niðurstöðurnar komi síðar í þessari viku. Þá á lögreglan jafnframt von á lokaskýrslu krufningar á líki Birnu. Aðspurður hvort hann hafi einhverja tilfinningu fyrir því hvenær rannsókn ljúki kveðst Grímur telja að rannsóknarteymið komist mjög langt á næstu fjórum vikum og að rannsókninni gæti lokið innan þess tímaramma. Gögn málsins verða þá send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og þá hverjir verða ákærðir í málinu en auk mannsins sem situr í haldi hefur annar skipverji af togaranum réttarstöðu grunaðs manns. Hann sat í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur en var svo látinn laus. Í kjölfarið hélt hann heim til sín á Grænlandi. Eins og áður hefur komið fram liggur engin játning fyrir í málinu en Grímur vill þó ekki svara því hvort að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi neiti sök eða neiti hreinlega alfarið að tjá sig um sakarefnið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49 Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13 Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hefur ekki verið yfirheyrður síðan á föstudag. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að líkur séu til þess að hann verði yfirheyrður á morgun en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á fimmtudag. Vill lögreglan yfirheyra manninn áður og má búast við því að ákvörðun um það hvort krafist verði áframhaldandi varðhalds verði tekin í kjölfar yfirheyrslunnar, þá annað hvort á morgun eða á fimmtudagsmorgun, en maðurinn verður þá búin að sitja í haldi og sæta einangrun í alls fjórar vikur. Grímur segir að enn hafi ekki borist niðurstöður úr lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en hann á ekki von á að það dragist mikið lengur. Það getur þó tekið allt frá fjórum og upp í sex vikur að fá niðurstöður úr slíkum rannsóknum og eru nú komnar þrjár vikur frá því að fyrstu sýnin voru send út. Segist Grímur vonast til þess að niðurstöðurnar komi síðar í þessari viku. Þá á lögreglan jafnframt von á lokaskýrslu krufningar á líki Birnu. Aðspurður hvort hann hafi einhverja tilfinningu fyrir því hvenær rannsókn ljúki kveðst Grímur telja að rannsóknarteymið komist mjög langt á næstu fjórum vikum og að rannsókninni gæti lokið innan þess tímaramma. Gögn málsins verða þá send héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og þá hverjir verða ákærðir í málinu en auk mannsins sem situr í haldi hefur annar skipverji af togaranum réttarstöðu grunaðs manns. Hann sat í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur en var svo látinn laus. Í kjölfarið hélt hann heim til sín á Grænlandi. Eins og áður hefur komið fram liggur engin játning fyrir í málinu en Grímur vill þó ekki svara því hvort að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi neiti sök eða neiti hreinlega alfarið að tjá sig um sakarefnið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49 Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13 Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun. 10. febrúar 2017 18:49
Ekki ákveðið hvenær yfirheyrslur fara næst fram Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana var síðast yfirheyrður á föstudaginn. 13. febrúar 2017 12:13
Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, segir undanfarnar vikur hafa verið versta tímabil í 32 ára sögu fyrirtækisins. 11. febrúar 2017 12:59