Mismunun Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Fjölmiðlanefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlastarfsemi í landinu. Starfsmenn nefndarinnar leggja mikið á sig til að íslenskir fjölmiðlar fari eftir laganna bókstaf og vilja skiljanlega sinna sínu starfi af samviskusemi og elju. Íslenskar sjónvarpsstöðvar verða að texta allt erlent efni með tilheyrandi kostnaði. Krafa er um að íþróttaviðburðum í beinni útsendingu sé lýst á íslensku. Sjónvarpsstöðvar mega ekki sýna efni bannað börnum nema á fyrirfram skilgreindum tímum og þurfa að merkja það sérstaklega. Þær mega auðvitað ekki – ekki frekar en prent-, útvarps- og netmiðlar – auglýsa áfengi. Skýrar reglur sem allir verða að fara eftir annars eiga þeir yfir höfði sér háar sektir frá Fjölmiðlanefnd og hótanir um lokun, ef um endurtekin brot er að ræða. Fjölmiðlar á Íslandi búa við skýrt íþyngjandi regluverk. Ætla mætti að erlendir fjölmiðlar, sem vilja hasla sér völl á Íslandi, þyrftu að lúta sömu lögmálum. Sú er ekki raunin. Á meðan 365 eyðir á annað hundrað milljóna í þýðingarkostnað á ári hverju, getur Netflix sýnt hvað sem er án íslensks texta, hvenær sem er. Á meðan 365 getur einungis sýnt bannað efni á ákveðnum tímum sólarhrings, getur Netflix haft slíkt á boðstólum hvenær sem er sólarhringsins. Sky News og Fox News geta sýnt áfengisauglýsingar hvenær sem er á sínum stöðvum fyrir íslenska áhorfendur. Sama gildir um erlend tímarit og innflutt blöð. Ef útgefandinn er erlendur má fylla blaðið af áfengisauglýsingum jafnvel þótt textinn sé á íslensku. Engu er líkara en Fjölmiðlanefnd, sem er rekin fyrir íslenskt skattfé, hafi það helst að leiðarljósi að leggja stein í götu íslenskra einkamiðla í samkeppni þeirra við þá útlendu. Þeir fyrrnefndu þurfa að lúta íþyngjandi reglum sem ekki eiga við um hina. Við bætist heimild RÚV til að selja auglýsingar fyrir tvo milljarða króna á ári. Í rauninni er á ferð aðför ríkisvaldsins að einkareknum fjölmiðlum. Smátt og smátt er verið að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra af óskiljanlegri festu. Fjölmiðlanefnd og ríkisvald verða að láta eitt yfir alla ganga. Annaðhvort þarf að setja erlendum fjölmiðlum skýrari línur, eða að afnema reglurnar sem gera innlendum fjölmiðlum ókleift að berjast við þá erlendu á jafnréttisgrundvelli. Tryggja verður að erlendir fjölmiðlar njóti ekki lögverndaðs forskots á íslenska keppinauta. Reglur á okkar litla markaði eiga ekki að ráðast af heimilisfangi. Íslenskir ljósvakamiðlar og aðrir íslenskir miðlar eru mikilvægir fyrir samfélagið og tungumálið okkar. Alþjóðleg samkeppni er staðreynd sem ekki verður breytt, og nokkuð sem framsýnt fólk fagnar. En við megum ekki láta erlendu miðlana valta yfir þá íslensku. Þannig tapast leikurinn og hvað verður þá um tungumálið og menningarverðmætin, sem íslenskum fjölmiðlum ber réttilega að standa vörð um?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kristín Þorsteinsdóttir Netflix Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlastarfsemi í landinu. Starfsmenn nefndarinnar leggja mikið á sig til að íslenskir fjölmiðlar fari eftir laganna bókstaf og vilja skiljanlega sinna sínu starfi af samviskusemi og elju. Íslenskar sjónvarpsstöðvar verða að texta allt erlent efni með tilheyrandi kostnaði. Krafa er um að íþróttaviðburðum í beinni útsendingu sé lýst á íslensku. Sjónvarpsstöðvar mega ekki sýna efni bannað börnum nema á fyrirfram skilgreindum tímum og þurfa að merkja það sérstaklega. Þær mega auðvitað ekki – ekki frekar en prent-, útvarps- og netmiðlar – auglýsa áfengi. Skýrar reglur sem allir verða að fara eftir annars eiga þeir yfir höfði sér háar sektir frá Fjölmiðlanefnd og hótanir um lokun, ef um endurtekin brot er að ræða. Fjölmiðlar á Íslandi búa við skýrt íþyngjandi regluverk. Ætla mætti að erlendir fjölmiðlar, sem vilja hasla sér völl á Íslandi, þyrftu að lúta sömu lögmálum. Sú er ekki raunin. Á meðan 365 eyðir á annað hundrað milljóna í þýðingarkostnað á ári hverju, getur Netflix sýnt hvað sem er án íslensks texta, hvenær sem er. Á meðan 365 getur einungis sýnt bannað efni á ákveðnum tímum sólarhrings, getur Netflix haft slíkt á boðstólum hvenær sem er sólarhringsins. Sky News og Fox News geta sýnt áfengisauglýsingar hvenær sem er á sínum stöðvum fyrir íslenska áhorfendur. Sama gildir um erlend tímarit og innflutt blöð. Ef útgefandinn er erlendur má fylla blaðið af áfengisauglýsingum jafnvel þótt textinn sé á íslensku. Engu er líkara en Fjölmiðlanefnd, sem er rekin fyrir íslenskt skattfé, hafi það helst að leiðarljósi að leggja stein í götu íslenskra einkamiðla í samkeppni þeirra við þá útlendu. Þeir fyrrnefndu þurfa að lúta íþyngjandi reglum sem ekki eiga við um hina. Við bætist heimild RÚV til að selja auglýsingar fyrir tvo milljarða króna á ári. Í rauninni er á ferð aðför ríkisvaldsins að einkareknum fjölmiðlum. Smátt og smátt er verið að grafa undan rekstrargrundvelli þeirra af óskiljanlegri festu. Fjölmiðlanefnd og ríkisvald verða að láta eitt yfir alla ganga. Annaðhvort þarf að setja erlendum fjölmiðlum skýrari línur, eða að afnema reglurnar sem gera innlendum fjölmiðlum ókleift að berjast við þá erlendu á jafnréttisgrundvelli. Tryggja verður að erlendir fjölmiðlar njóti ekki lögverndaðs forskots á íslenska keppinauta. Reglur á okkar litla markaði eiga ekki að ráðast af heimilisfangi. Íslenskir ljósvakamiðlar og aðrir íslenskir miðlar eru mikilvægir fyrir samfélagið og tungumálið okkar. Alþjóðleg samkeppni er staðreynd sem ekki verður breytt, og nokkuð sem framsýnt fólk fagnar. En við megum ekki láta erlendu miðlana valta yfir þá íslensku. Þannig tapast leikurinn og hvað verður þá um tungumálið og menningarverðmætin, sem íslenskum fjölmiðlum ber réttilega að standa vörð um?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar