Störðu á kviknakinn Slóvaka í öldunum á Djúpalónssandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2017 10:11 Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Ferðamenn og að minnsta kosti einn íslenskan leiðsögumann rak í rogastans þegar Slóvaki nokkur fækkaði fötum og lagði til atlögu við öldurnar á Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness í gær. Teitur Þorkelsson leiðsögumaður er vanur því að synda í íslenskum sjó en segist aldrei mundu gera það á þessum stað. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni skemmtir Slóvakinn sér vel í ölduganginum en gleðiöskur hans heyrast langar leiðir. „Ég hef aldrei séð neinn fara í sjóinn þarna en þessi gekk bara faglega til verks, óð bara út í en komst reyndar ekki mjög langt,“ segir Teitur sem verið hefur í leiðsögumannabransanum í nokkur ár.Í góðra vina hópi Slóvakinn var að sögn Teits í góðra vina hópi á bílaleigubíl og hafði fólk gaman af uppátækinu og myndaði vin sinn í bak og fyrir. Lítið fór fyrir áhyggjum sökum þess hve hættulegt getur verið að henda sér út í svo miklar öldur. Ekki síst þegar öldugangurinn í Reynisfjöru og slysahættan þar er höfð í huga. Eins og sést á myndbandinu kemur stærðarinnar alda og lemur Slóvakann niður. Teitur útskýrir að grjót af öllum stærðum og gerðum leynist í fjörunni. Lendi maður illa eftir barning við öldu geti farið illa. Sem betur fer ekki í tilfelli Slóvakans sem sneri aftur á fast land eftir stutta baráttu. Í för með Teiti voru tvær dömur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem sem störðu á manninn, virtust aldrei hafa séð annað eins. Ekki aðeins allsberan karlmann í öldugangi í ísköldum sjó heldur bara allsberan mann yfir höfuð. Slóvakinn var hinn hressasti að sögn Teits og hafði mjög gaman af öllu saman.Færslu Teits í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. 24. janúar 2017 21:45