Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2017 18:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02
Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17