Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Sveinn Arnarsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Flotinn er bundinn við landfestar og milljarðar tapast daglega vegna verkfallsins. vísir/vilhelm Deila sjómanna og útgerðarmanna er í hnút. Náðst hafa samningar þeirra á milli og drög að samningi liggja á borðinu tilbúin til undirritunar. Það eina sem þarf að mati deiluaðila er að hið opinbera breyti lögum til að dagpeningar sjómanna verði gerðir skattfrjálsir. „Við höfum í meginatriðum náð saman og drög að samningi eru klár,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Hins vegar þarf ríkið að liðka til fyrir samningsgerðinni um að veita sjómönnum skattfrjálsa dagpeninga eins og allar aðrar stéttir búa við. Við erum ekki að biðja um neina ölmusu. Þetta er réttlætismál.“Bryndís Hlöðversdóttirríkissáttasemjari.Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýnir þennan málflutning. Segir hann alla búa við sömu kjör, sjómenn sem aðra, og að krafa sjómanna nú sé að biðja um sérmeðferð frá ríkinu. „Sjómenn búa við nákvæmlega sömu kjör og aðrar stéttir. Þær kröfur sem þeir gera til hins opinbera eru því sérmeðferð,“ segir Indriði. „Og það er ljótur leikur SFS að benda á ríkið í þeim efnum, það verður bara að segjast.“ Forystumenn sjómanna og SFS mættu til fundar við sjávarútvegsráðherra í fyrradag. Þar kom skýrt fram að ekki yrðu gerðar neinar lagabreytingar til að liðka fyrir samningum og að sjómenn myndu ekki fá neina sérmeðferð stjórnvalda. Því slitnaði upp úr viðræðum og enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. „Ég hef komið fram með þá tillögu að við skoðum þessi mál heildstætt og held áfram að leita að lausnum. Það er hins vegar ljóst að það er á ábyrgð deiluaðila að samningar náist,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.Indriði H. Þorláksson hagfræðingurBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir fundi miðvikudagsins hafa þokað málum í réttan farveg en enn þurfi að leysa úr einu máli til að samningar geti náðst. Hún sagði fjölmiðlabann enn í gildi og gæti hún því ekki farið út í efnisatriði. Það væri ekki tímabært af hennar hálfu að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. „Það er ekki hægt að leggja fram miðlunartillögu þegar ágreiningsefni snýr að þriðja aðila sem á ekki sæti við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. 16. febrúar 2017 18:30 Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Deila sjómanna og útgerðarmanna er í hnút. Náðst hafa samningar þeirra á milli og drög að samningi liggja á borðinu tilbúin til undirritunar. Það eina sem þarf að mati deiluaðila er að hið opinbera breyti lögum til að dagpeningar sjómanna verði gerðir skattfrjálsir. „Við höfum í meginatriðum náð saman og drög að samningi eru klár,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Hins vegar þarf ríkið að liðka til fyrir samningsgerðinni um að veita sjómönnum skattfrjálsa dagpeninga eins og allar aðrar stéttir búa við. Við erum ekki að biðja um neina ölmusu. Þetta er réttlætismál.“Bryndís Hlöðversdóttirríkissáttasemjari.Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýnir þennan málflutning. Segir hann alla búa við sömu kjör, sjómenn sem aðra, og að krafa sjómanna nú sé að biðja um sérmeðferð frá ríkinu. „Sjómenn búa við nákvæmlega sömu kjör og aðrar stéttir. Þær kröfur sem þeir gera til hins opinbera eru því sérmeðferð,“ segir Indriði. „Og það er ljótur leikur SFS að benda á ríkið í þeim efnum, það verður bara að segjast.“ Forystumenn sjómanna og SFS mættu til fundar við sjávarútvegsráðherra í fyrradag. Þar kom skýrt fram að ekki yrðu gerðar neinar lagabreytingar til að liðka fyrir samningum og að sjómenn myndu ekki fá neina sérmeðferð stjórnvalda. Því slitnaði upp úr viðræðum og enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. „Ég hef komið fram með þá tillögu að við skoðum þessi mál heildstætt og held áfram að leita að lausnum. Það er hins vegar ljóst að það er á ábyrgð deiluaðila að samningar náist,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.Indriði H. Þorláksson hagfræðingurBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir fundi miðvikudagsins hafa þokað málum í réttan farveg en enn þurfi að leysa úr einu máli til að samningar geti náðst. Hún sagði fjölmiðlabann enn í gildi og gæti hún því ekki farið út í efnisatriði. Það væri ekki tímabært af hennar hálfu að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. „Það er ekki hægt að leggja fram miðlunartillögu þegar ágreiningsefni snýr að þriðja aðila sem á ekki sæti við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. 16. febrúar 2017 18:30 Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. 16. febrúar 2017 18:30
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08
Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17
„Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11