Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv þegar liðið gerði jafntefli við Hólmar Örn Eyjólfsson og félaga í Maccabi Haifa, 2-2, í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrradag. Það verður seint sagt að þessi mörk Viðars Arnar hafi komið á óvart því síðan í Pepsi-deildinni 2013 þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn hefur hann ekki gert neitt annað en að skora. Mörkin hans tvö á mánudaginn voru mörk númer níu og tíu í ísraelsku úrvalsdeildinni en það tók hann aðeins 17 leiki að skora þessi tíu mörk. Hann er nú búinn að skora tíu mörk í fjórum deildum í fjórum löndum; Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Ísrael.Nálægt tíu í fimmta landinu Eftir að skora þrettán mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni fékk Viðar Örn tækifæri í Noregi þar sem hann sannaði sig sem alvöru markaskorari. Hann spilaði aðeins eina leiktíð í norsku úrvalsdeildinni en varð þar markakóngur með 25 mörk í 29 leikjum. Ævinýraþráin greip um sig þegar kínverska liðið Jiangsu Sainty gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Í Kína var Viðar Örn grátlega nálægt því að skora tíu mörk en hann setti níu mörk í 28 leikjum. Þar skoraði Viðar mark á 230 mínútna fresti sem er hans langversti árangur síðan hann byrjaði að raða inn í efstu deild árið 2013. Sé litið á heildarfjölda marka í öllum keppnum má fullyrða að Viðar Örn hafi skorað tíu mörk að lágmarki í fimm löndum en ekki fjórum því Selfyssingurinn bætti við fjórum mörkum fyrir Jiangsu Sainty í kínverska bikarnum sem liðið vann.Tveir erfiðir kaflar Viðar Örn byrjaði ekki vel með Malmö í Svíþjóð og heillaði ekki beint stuðningsmenn í fyrstu leikjunum. En þegar stíflan brast gerði hún það með látum. Viðar skoraði á endanum fjórtán mörk í 19 leikjum fyrir sænska stórliðið þrátt fyrir að spila aðeins hálfa leiktíðina. Hann hafnaði meira að segja í 2.-3. sæti markalistans og hjálpaði Malmö að verða meistari. Líf framherjans getur verið erfitt eins og Viðar Örn fékk aftur að kynnast í Ísrael. Þar gekk hann í gegnum mánuð án þess að skora. Liðið var heldur ekkert að skora og þjálfarinn rekinn en þar sem Viðar var keyptur fyrir metupphæð til Maccabi var skuldinni skellt að stórum hluta á hann. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur,“ sagði Viðar í samtali við íþróttadeild á dögunum. Tíunda markið er komið í hús í fjórða landinu og nú er bara að sjá hvort Viðar verði markakóngur í öðru landinu en hann er aðeins einu marki á eftir efsta manni og nóg eftir af deildinni.Viðar tíu marka maður í fjórða (fimmta) landinu á ferlinum:FylkirPepsi-deildin á Íslandi 2013 - 13 mörk í 22 leikjum - 18 mörk í deild og bikar - 1. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 152 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 1 tvenna Engin þrennaVålerengaNorska úrvalsdeildin 2014 - 25 mörk í 29 leikjum - 31 mark í deild og bikar - Markakóngur Skoraði á 104 mínútna fresti Skoraði í 55 prósent leikjanna 4 tvennur 2 þrennurJiangsu SaintyKínverska deildin 2015 - 9 mörk í 28 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 17. til 20. sæti á markalistanum Skoraði á 230 mínútna fresti Skoraði í 32 prósent leikjanna Engin tvenna Engin þrennaMalmö FFSænska úrvalsdeildin 2016 - 14 mörk í 19 leikjum - 17 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skoraði á 113 mínútna fresti Skoraði í 47 prósent leikjanna 1 tvenna 2 þrennurMaccabi Tel AvivÍsraelska deildin 2016/17 - 10 mörk í 17 leikjum - 13 mörk í deild og bikar - 2. til 3. sæti á markalistanum Skorar á 132 mínútna fresti Skorar í 41 prósent leikjanna 3 tvennur Engin þrenna
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjá meira