„Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 16:24 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. vísir/anton brink Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. Hann sætir ekki farbanni og er því frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Annar maður, sem einnig hefur verið í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður í málinu, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í tvær vikur, eða til 16. febrúar. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fastlega má gera ráð fyrir því að maðurinn sem sleppt var í dag haldi heim til sín í kvöld eða á morgun en hann er grænlenskur og skipverji á togaranum Polar Nanoq líkt og hinn maðurinn sem grunaður er í málinu. Jón H.B. sagði í samtali við fréttastofu í dag að þó að hann vildi ekki fara út í einstaka þætti málsins þá væri maðurinn að sjálfsögðu ekki laus ef hann væri sakaður um manndráp. „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus,“ sagði Jón H.B. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að miðað við það að annar maðurinn sé látinn laus en hinn sé áfram í haldi þá blasi það við að hlutdeild mannanna í meintu broti sé mismunandi. „Þessi munur sem þarna kemur fram, þar sem krafist er gæsluvarðhalds yfir einum en hinum ekki, bendir eindregið til þess að aðildin sé mjög mismunandi þó ekki sé hægt að fara nákvæmlega út í það með hvaða hætti það er. Það er ennþá undirliggjandi sama sakarefni,“ segir Grímur.Þannig að hann er ennþá grunaður um aðild að hvarfi Birnu? „Já, hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf hennar.“ Birna Brjánsdóttir sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan hefur staðfest að henni hafi verið ráðinn bani. Jarðarför Birnu fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 15. Fjölskyldan afþakkar blóm og kransa en bendir þeim á sem vilja minnast hennar að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Hinn maðurinn frjáls ferða sinna í dag Staðfestir framburð sinn hjá dómara. 2. febrúar 2017 15:09 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. Hann sætir ekki farbanni og er því frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Annar maður, sem einnig hefur verið í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður í málinu, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í tvær vikur, eða til 16. febrúar. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fastlega má gera ráð fyrir því að maðurinn sem sleppt var í dag haldi heim til sín í kvöld eða á morgun en hann er grænlenskur og skipverji á togaranum Polar Nanoq líkt og hinn maðurinn sem grunaður er í málinu. Jón H.B. sagði í samtali við fréttastofu í dag að þó að hann vildi ekki fara út í einstaka þætti málsins þá væri maðurinn að sjálfsögðu ekki laus ef hann væri sakaður um manndráp. „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus,“ sagði Jón H.B. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að miðað við það að annar maðurinn sé látinn laus en hinn sé áfram í haldi þá blasi það við að hlutdeild mannanna í meintu broti sé mismunandi. „Þessi munur sem þarna kemur fram, þar sem krafist er gæsluvarðhalds yfir einum en hinum ekki, bendir eindregið til þess að aðildin sé mjög mismunandi þó ekki sé hægt að fara nákvæmlega út í það með hvaða hætti það er. Það er ennþá undirliggjandi sama sakarefni,“ segir Grímur.Þannig að hann er ennþá grunaður um aðild að hvarfi Birnu? „Já, hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf hennar.“ Birna Brjánsdóttir sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan hefur staðfest að henni hafi verið ráðinn bani. Jarðarför Birnu fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 15. Fjölskyldan afþakkar blóm og kransa en bendir þeim á sem vilja minnast hennar að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Hinn maðurinn frjáls ferða sinna í dag Staðfestir framburð sinn hjá dómara. 2. febrúar 2017 15:09 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14
Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55