Örnólfur Thorlacius er látinn atli ísleifsson skrifar 6. febrúar 2017 13:53 Örnólfur Thorlacius. Vísir/gva Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést í gærkvöldi, 85 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá aðstandendum. „Örnólfur fæddist 9. september 1931. Foreldrar hans voru Sigurður Thorlacius skólastjóri og Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius ritari. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og námi í lífræði, efnafræði og dýrafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Örnólfur kenndi við MR 1960 til 1967 og við MH 1967 til 1980 og var rektor MH 1980 til 1995. Örnólfur frumsamdi margar bækur, einkum kennslubækur og þýddi fjölmargar bækur af ýmsum toga og birti greinar í tímaritum. Þekktastur er Örnólfur fyrir alþýðufræðslu sína, m.a. vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþáttinn Nýjasta tækni og vísindi sem var á dagskrá RUV í mörg ár. Finna má á vísindavef Háskóla Íslands mörg svör hans af ýmsum toga. Þrátt fyrir erfið veikindi tókst Örnólfi að ljúka Flugsögunni, sem kom út nú fyrir jólin og einnig er tilbúið handrit að dýrafræði sem hann hafði lengi unnið að og er stefnt að því að þetta merkilega verk verði gefið út á næstunni. Hann hlaut margar viðurkenningar fyrir brautryðjendastarf og frumleika við miðlun vísinda. Örnólfsbók var gefin út honum til heiðurs á 75 ára afmæli hans, en í henni eru m.a. fjölmargar ritgerðir eftir hann. Örnólfur var kvæntur Guðnýju Ellu Sigurðardóttur sérkennara sem lést fyrir aldur fram 1983. Þau eignuðust fjóra syni Sigurð, Arngrím, Birgi og Lárus. Síðar var sambýliskona hans Rannveig Tryggvadóttir þýðandi. Hún lést 2015,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést í gærkvöldi, 85 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá aðstandendum. „Örnólfur fæddist 9. september 1931. Foreldrar hans voru Sigurður Thorlacius skólastjóri og Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius ritari. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og námi í lífræði, efnafræði og dýrafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Örnólfur kenndi við MR 1960 til 1967 og við MH 1967 til 1980 og var rektor MH 1980 til 1995. Örnólfur frumsamdi margar bækur, einkum kennslubækur og þýddi fjölmargar bækur af ýmsum toga og birti greinar í tímaritum. Þekktastur er Örnólfur fyrir alþýðufræðslu sína, m.a. vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþáttinn Nýjasta tækni og vísindi sem var á dagskrá RUV í mörg ár. Finna má á vísindavef Háskóla Íslands mörg svör hans af ýmsum toga. Þrátt fyrir erfið veikindi tókst Örnólfi að ljúka Flugsögunni, sem kom út nú fyrir jólin og einnig er tilbúið handrit að dýrafræði sem hann hafði lengi unnið að og er stefnt að því að þetta merkilega verk verði gefið út á næstunni. Hann hlaut margar viðurkenningar fyrir brautryðjendastarf og frumleika við miðlun vísinda. Örnólfsbók var gefin út honum til heiðurs á 75 ára afmæli hans, en í henni eru m.a. fjölmargar ritgerðir eftir hann. Örnólfur var kvæntur Guðnýju Ellu Sigurðardóttur sérkennara sem lést fyrir aldur fram 1983. Þau eignuðust fjóra syni Sigurð, Arngrím, Birgi og Lárus. Síðar var sambýliskona hans Rannveig Tryggvadóttir þýðandi. Hún lést 2015,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira