Kæri Lars Agnar Tómas Möller skrifar 8. febrúar 2017 07:30 Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar