Ólöf Nordal er látin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 14:45 Ólöf Nordal er látin, 50 ára að aldri. Vísir/Ernir Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Frá þessu var greint í æviágripi Ólafar á vef Alþingis þar sem sagði að hún hafi látist í dag. Þingfundi sem hefjast átti klukkan 15 hefur verið frestað af þessum sökum. Ólöf fæddist í Reykjavík þann 3. desember 1966. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1994 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Þá lauk hún MBA námi við Háskólann í Reykjavík árið 2002. Hún var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007-2009 og var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009-2013 og aftur frá árinu 2016. Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember 2014 og gegndi því embætti til 11. janúar á þessu ári. Ólöf var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006-2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010-2013 og aftur frá árinu 2015. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurÓlöf greindist með krabbamein árið 2014 og gekkst þá undir skurðaðgerð til að fjarlægja illkynja æxli. Nokkrum mánuðum síðar tók hún við embætti innanríkisráðherra. Í byrjun síðasta árs hóf hún lyfjameðferð á ný. Hún var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar síðastliðið haust en dró sig til hliðar í kosningabaráttunni til að ná bata. Á árunum 1995-1996 starfaði Ólöf í lögfræðideild Landsbanka Íslands. Þá var hún deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996-1999 og lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001. Hún var stundakennari í lögfræði við Háskólann á Bifröst 1999-2002 og vann að stofnun lagadeildar við skólann. Hún var deildarstjóri lagadeildar við skólann 2001-2002. Ólöf starfaði sem yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004 og framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005. Þá var rafmagnssala tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna og var Ólöf framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Hún var formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013-2014. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Frá þessu var greint í æviágripi Ólafar á vef Alþingis þar sem sagði að hún hafi látist í dag. Þingfundi sem hefjast átti klukkan 15 hefur verið frestað af þessum sökum. Ólöf fæddist í Reykjavík þann 3. desember 1966. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1994 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Þá lauk hún MBA námi við Háskólann í Reykjavík árið 2002. Hún var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007-2009 og var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009-2013 og aftur frá árinu 2016. Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember 2014 og gegndi því embætti til 11. janúar á þessu ári. Ólöf var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006-2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010-2013 og aftur frá árinu 2015. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurÓlöf greindist með krabbamein árið 2014 og gekkst þá undir skurðaðgerð til að fjarlægja illkynja æxli. Nokkrum mánuðum síðar tók hún við embætti innanríkisráðherra. Í byrjun síðasta árs hóf hún lyfjameðferð á ný. Hún var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar síðastliðið haust en dró sig til hliðar í kosningabaráttunni til að ná bata. Á árunum 1995-1996 starfaði Ólöf í lögfræðideild Landsbanka Íslands. Þá var hún deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996-1999 og lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001. Hún var stundakennari í lögfræði við Háskólann á Bifröst 1999-2002 og vann að stofnun lagadeildar við skólann. Hún var deildarstjóri lagadeildar við skólann 2001-2002. Ólöf starfaði sem yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004 og framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005. Þá var rafmagnssala tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna og var Ólöf framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Hún var formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013-2014.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira