Þúsundir ferðamanna sátu eftir vegna veðurs Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. febrúar 2017 06:00 Bílastæðið hjá Iceland Excursions var fullt af rútum fyrri hluta dags í gær, þar sem engar ferðir voru farnar út á land. vísir/ernir Ferðaþjónusta Þúsundir ferðamanna sem áttu pantaðar skoðunarferðir með íslenskum rútubílafyrirtækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine.vísir/eyþórÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine ferðaþjónustufyrirtækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósaferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenjuslæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæðum með skilningi. Enda sé fyrirtækið með ákveðnar öryggis- og viðbragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Karlssyni innivarðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Ferðaþjónusta Þúsundir ferðamanna sem áttu pantaðar skoðunarferðir með íslenskum rútubílafyrirtækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine.vísir/eyþórÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine ferðaþjónustufyrirtækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósaferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenjuslæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæðum með skilningi. Enda sé fyrirtækið með ákveðnar öryggis- og viðbragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Karlssyni innivarðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira