Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Gunnar atli gunnarsson skrifar 30. janúar 2017 18:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur komið þeim skilaboðum til deiluaðila í verkfalli sjómanna að stjórnvöld muni ekki koma að því að leysa deiluna, til að mynda með lagasetningu. Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. Allir deiluaðilar voru sammála um það í samtali við fréttastofu í dag að ekkert benti til þess að samkomulag myndi nást í deilunni á næstunni.Þungt fyrir þjóðarbúiðÞorgerður Katrín segir stöðuna grafalvarlega. Hún hafi ítrekað fengið skilaboð undanfarið um alvarlega stöðu markaða fyrir íslenskar sjávarafurðir í útlöndum. „Þannig að þetta er orðið mjög þungt fyrir þjóðarbúið. En eftir stendur að þetta er deila sem að sjómenn og útgerðarmenn verða að leysa sín á milli. Þau skilaboð eru mjög skýr af minni hálfu og ríkisstjórnarinnar,” segir Þorgerður.Hefur þú verið í samskiptum við deiluaðila?„Já ég hef fylgst með þessu óformlega og átt góð samtöl við bæði öfluga forystumenn útgerðar og sjómanna.”Hvaða skilaboð hefur þú fært þessum aðilum í þeim samtölum?„Ja, skilaboðin eru annars vegar þau að ríkisvaldið er ekki að koma að því að leysa deiluna, eða setja lög á verkfall sjómanna,” segir Þorgerður.Ekki gæfulegt fyrir ríkisstjórninaHins vegar hafi hún hvatt deiluaðila til að ná samningum. Aðspurð hvort það sé útilokað að Alþingi setji lög á verkfallið segir Þorgerður að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. „Þetta er á þeirra ábyrgð, sjómanna og útgerðar, að finna lausn á þessu máli. Þetta skiptir þjóðarbúið mjög miklu máli. Ég tel að það væri ekki gæfulegt ef að ríkisstjórnin ætlaði að fara að stíga inn í þessa deilu þegar að við erum að sjá hugsanlega mjög þungar kjaradeilur á næstu misserum,” segir Þorgerður.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09 Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Enn stál í stál í verkfalli sjómanna Formaður Sjómannasambands Íslands segir að verkfallið nú sé orðið það lengsta í sögunni ef með eru taldir fjórir verkfallsdagar í nóvember. 29. janúar 2017 14:45
Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30
Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. 21. janúar 2017 22:09
Loðnuleit lokið en engin ástæða er til bjartsýni Sjómannaverkfall hafði þau áhrif að leitin fór fram með breyttu sniði miðað við upphaflega áætlun. 25. janúar 2017 07:00