Utanríkisráðherra Grænlands hættir við Noregsför vegna hvarfs Birnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2017 06:15 Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni. Vísir Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni, hefur hætt við fyrirhugaða þátttöku sína í norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontier sem hefjast átti um helgina í Noregi. Hann mun þess í stað einbeita sér að máli grænlensku sjómannanna sem handteknir hafa verið í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.Þetta kemur fram á grænlenska fréttamiðlinum KNR. Þar er greint frá því að nítján af 28 skipverjum Polar Nanoq séu grænlenskir. Margir áhyggjufullir aðstandendur þeirra hafi því leitað til utanríkisráðuneytis Grænlands til þess að fá aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Samkvæmt upplýsingum KNR mun utanríkisráðuneyti Grænlands starfa náið með íslenskum yfirvöldum, danska sendiráðinu á Íslandi og Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, vegna málsins. Í það minnsta tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Tveir skipverjar til viðbótar voru einnig handteknir en öðrum þeirra hefur verið sleppt úr haldi. Hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fannst um borð í Polar Nanoq. Í frétt KNR segir að þeir sem hafi verið handteknir, sem og vitni í málinu, eigi rétt á því að fá aðstoð frá sendiráði sínu, í þessu tilviki danska sendiráðinu í Reykjavík. Áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq er nú stödd á hóteli í Reykjavík þar sem henni hefur verið boðin áfallahjálp frá Rauða krossi Íslands og aðstoð túlks.Þá hefur grænlenska utanríkisráðuneytið komið upp upplýsinganúmeri þar sem aðstandendur áhafnar Polar Nanoq geta komist í samband við utanríkisráðuneytið til að fá upplýsingar um framvindu mála. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni, hefur hætt við fyrirhugaða þátttöku sína í norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontier sem hefjast átti um helgina í Noregi. Hann mun þess í stað einbeita sér að máli grænlensku sjómannanna sem handteknir hafa verið í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.Þetta kemur fram á grænlenska fréttamiðlinum KNR. Þar er greint frá því að nítján af 28 skipverjum Polar Nanoq séu grænlenskir. Margir áhyggjufullir aðstandendur þeirra hafi því leitað til utanríkisráðuneytis Grænlands til þess að fá aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Samkvæmt upplýsingum KNR mun utanríkisráðuneyti Grænlands starfa náið með íslenskum yfirvöldum, danska sendiráðinu á Íslandi og Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, vegna málsins. Í það minnsta tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Tveir skipverjar til viðbótar voru einnig handteknir en öðrum þeirra hefur verið sleppt úr haldi. Hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fannst um borð í Polar Nanoq. Í frétt KNR segir að þeir sem hafi verið handteknir, sem og vitni í málinu, eigi rétt á því að fá aðstoð frá sendiráði sínu, í þessu tilviki danska sendiráðinu í Reykjavík. Áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq er nú stödd á hóteli í Reykjavík þar sem henni hefur verið boðin áfallahjálp frá Rauða krossi Íslands og aðstoð túlks.Þá hefur grænlenska utanríkisráðuneytið komið upp upplýsinganúmeri þar sem aðstandendur áhafnar Polar Nanoq geta komist í samband við utanríkisráðuneytið til að fá upplýsingar um framvindu mála.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11