Undirbúa eina umfangsmestu leit síðari ára Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 12:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45