Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 20. janúar 2017 19:21 Þetta er fyrsta örugga vísbendingin um að Birna hafi verið í bílnum á einhverju tímabili, og styður við farsímagögn sem lögregla hefur skoðað undanfarna daga. Vísir Lögreglan hefur fundið blóð í Kia Rio bifreiðinni sem annar Grænlendinganna sem nú er í gæsluvarðhaldi var með á leigu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er talið að blóðið sé úr Birnu Brjánsdóttur. Það á þó eftir að staðfesta það endanlega með DNA rannsóknum en sýnið var sent til útlanda til nánari greiningar eftir að lögregla haldlagði bifreiðina síðast liðinn þriðjudag. Áður hafði Vísir greint frá því að gögn hefðu fundist í bílnum sem bentu til þess að misindisverk hefði verið framið.Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur.Vísir/Anton BrinkBlóðsýni sent út til rannsóknar Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. Þetta er besta vísbending lögreglu um að Birna hafi verið í bílnum á einhverju tímabili, og styður við farsímagögn sem lögregla hefur skoðað undanfarna daga. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, en ákæruvaldið kærði úrskurð héraðsdóms og fer fram á fjóra vikur. Þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru yfirheyrðir við komuna til landsins á miðvikudagskvöld, aftur í gær og yfirheyrslum var framhaldið í dag. Grímur Grímsson, sem stýrir rannókninni á hvarfi Birnu, reiknar ekki með því að yfirheyrslum verði framhaldið um helgina nema nýjar vísbendingar komi fram.Víðtæk leit um helgina Birna hvarf í miðbænum á aðfaranótt síðasta laugardags og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Framundan er ein stærsta leitaraðgerð ef ekki sú stærsta á suðvesturhorni landsins á morgun.Þá hefur lögregla lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði um klukkan 12:24 í hádeginu á laugardag. Sömuleiðis er óskað eftir því að eigendur bíla með myndavélabúnað, sem voru á ferðinni á suðvesturhorninu frá 7 til 11:30 á laugardagsmorgun, skoði upptökur í bílnum sínum. Í þeim tilgangi að athuga hvort rauðu Kia Rio bifreiðinni bregður fyrir. Birnu hefur verið saknað í tæpa viku en hún sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugavegi klukkan 05:25 að morgni laugardags. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lögreglan hefur fundið blóð í Kia Rio bifreiðinni sem annar Grænlendinganna sem nú er í gæsluvarðhaldi var með á leigu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er talið að blóðið sé úr Birnu Brjánsdóttur. Það á þó eftir að staðfesta það endanlega með DNA rannsóknum en sýnið var sent til útlanda til nánari greiningar eftir að lögregla haldlagði bifreiðina síðast liðinn þriðjudag. Áður hafði Vísir greint frá því að gögn hefðu fundist í bílnum sem bentu til þess að misindisverk hefði verið framið.Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur.Vísir/Anton BrinkBlóðsýni sent út til rannsóknar Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. Þetta er besta vísbending lögreglu um að Birna hafi verið í bílnum á einhverju tímabili, og styður við farsímagögn sem lögregla hefur skoðað undanfarna daga. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, en ákæruvaldið kærði úrskurð héraðsdóms og fer fram á fjóra vikur. Þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru yfirheyrðir við komuna til landsins á miðvikudagskvöld, aftur í gær og yfirheyrslum var framhaldið í dag. Grímur Grímsson, sem stýrir rannókninni á hvarfi Birnu, reiknar ekki með því að yfirheyrslum verði framhaldið um helgina nema nýjar vísbendingar komi fram.Víðtæk leit um helgina Birna hvarf í miðbænum á aðfaranótt síðasta laugardags og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Framundan er ein stærsta leitaraðgerð ef ekki sú stærsta á suðvesturhorni landsins á morgun.Þá hefur lögregla lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði um klukkan 12:24 í hádeginu á laugardag. Sömuleiðis er óskað eftir því að eigendur bíla með myndavélabúnað, sem voru á ferðinni á suðvesturhorninu frá 7 til 11:30 á laugardagsmorgun, skoði upptökur í bílnum sínum. Í þeim tilgangi að athuga hvort rauðu Kia Rio bifreiðinni bregður fyrir. Birnu hefur verið saknað í tæpa viku en hún sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugavegi klukkan 05:25 að morgni laugardags.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45
Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45