Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. janúar 2017 10:01 Hér má sjá björgunarsveitarmenn við skipulagningu nú í morgunsárið. Vísir Björgunarsveitarfólk af öllu landinu mun hefja leit um leið og birtir til og leitað verður framt til myrkurs. Notast verður við allan bílaflotann, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól og stefnt er á að leyst verði um 2000 verkefni um helgina. Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Alls 500 manns munu taka þátt í leitinni. Lögð verður áhersla á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst og fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. „Svo eru einstök svæði sem við verðum að leita á, það eru á þau svæði sem vísbendingar hafa borist lögreglu en það er á Keili og á þeim slóðum en áherslan er í raun á allt þetta umfangsmikla svæði,“ segir Þorsteinn.Svæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega. Mikil vinna og skipulagning liggur að baki leit sem þessari.VÍSIRMikil skipulagning Aðgerðarstjórnendur af Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum hafa starfað með landsstjórninni að skipulagningu leitarinnar. Mikil skipulagning liggur að baki leitinni og hefur hún staðið yfir í tvo sólarhringa. Leitarsvæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega að sögn Þorsteins. „Hver hópur fær úthlutað ákveðnu svæði sem getur verið vegaslóði eða vegaspotti og þá er leitað kannski hundrað metra út frá miðlínu vegar, beggja vegna,“ segir Þorsteinn og bendir á að iðulega séu ákvarðanir teknar fram í tímann. Búist er við að leitað verði á morgun ef ekkert finnst í dag.Gríðarlegur stuðningurMikil samkennd hefur verið í samfélaginu síðan Birna hvarf og fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Aðstandendur Birnu hafa hvatt fólk til að leggja Björgunarsveitinni og Lögreglunni lið í formi fjárstyrks. Aðspurður segir Þorsteinn að þeir hafi svo sannarlega fundið fyrir samkenndinni og fjársöfnuninni. Hann nefnir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi lagt þeim lið. Fyrirtæki hafi meðal annars gefið byrgðir af mat ásamt öðru sem nýtist björgunarsveitarfólkinu við störf sín. Almenningur hefur verið mikill þátttakandi í leitinni að Birnu og hafa margir lagt leitinni lið með því að veita vísbendingar og aðstoða við leitina. Þorsteinn biðlar þó til almennings að leyfa þeim að sinna leitinni sjálfri þar sem björgunarsveitarfólkið sé sérhæft og kunni vel til verka í svona málum. Hann segir þó stuðning almennings hafa skipt miklu máli en nú sé best að leyfa björgunarsveitarfólkinu að sjá um framhaldið. Hann þakkar alla aðstoð almennings og segir að almenningur megi vissulega hafa augun opin fyrir vísbendingum.Björgunarsveitarmenn leita að Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað í heila viku.VÍSIRVÍSIRVÍSIR Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Björgunarsveitarfólk af öllu landinu mun hefja leit um leið og birtir til og leitað verður framt til myrkurs. Notast verður við allan bílaflotann, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól og stefnt er á að leyst verði um 2000 verkefni um helgina. Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Alls 500 manns munu taka þátt í leitinni. Lögð verður áhersla á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst og fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. „Svo eru einstök svæði sem við verðum að leita á, það eru á þau svæði sem vísbendingar hafa borist lögreglu en það er á Keili og á þeim slóðum en áherslan er í raun á allt þetta umfangsmikla svæði,“ segir Þorsteinn.Svæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega. Mikil vinna og skipulagning liggur að baki leit sem þessari.VÍSIRMikil skipulagning Aðgerðarstjórnendur af Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum hafa starfað með landsstjórninni að skipulagningu leitarinnar. Mikil skipulagning liggur að baki leitinni og hefur hún staðið yfir í tvo sólarhringa. Leitarsvæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega að sögn Þorsteins. „Hver hópur fær úthlutað ákveðnu svæði sem getur verið vegaslóði eða vegaspotti og þá er leitað kannski hundrað metra út frá miðlínu vegar, beggja vegna,“ segir Þorsteinn og bendir á að iðulega séu ákvarðanir teknar fram í tímann. Búist er við að leitað verði á morgun ef ekkert finnst í dag.Gríðarlegur stuðningurMikil samkennd hefur verið í samfélaginu síðan Birna hvarf og fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Aðstandendur Birnu hafa hvatt fólk til að leggja Björgunarsveitinni og Lögreglunni lið í formi fjárstyrks. Aðspurður segir Þorsteinn að þeir hafi svo sannarlega fundið fyrir samkenndinni og fjársöfnuninni. Hann nefnir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi lagt þeim lið. Fyrirtæki hafi meðal annars gefið byrgðir af mat ásamt öðru sem nýtist björgunarsveitarfólkinu við störf sín. Almenningur hefur verið mikill þátttakandi í leitinni að Birnu og hafa margir lagt leitinni lið með því að veita vísbendingar og aðstoða við leitina. Þorsteinn biðlar þó til almennings að leyfa þeim að sinna leitinni sjálfri þar sem björgunarsveitarfólkið sé sérhæft og kunni vel til verka í svona málum. Hann segir þó stuðning almennings hafa skipt miklu máli en nú sé best að leyfa björgunarsveitarfólkinu að sjá um framhaldið. Hann þakkar alla aðstoð almennings og segir að almenningur megi vissulega hafa augun opin fyrir vísbendingum.Björgunarsveitarmenn leita að Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað í heila viku.VÍSIRVÍSIRVÍSIR
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00