Úrslitafundur á mánudag: Engu munaði að slitnaði upp úr viðræðum í vikunni Ásgeir Erlendsson skrifar 21. janúar 2017 22:09 1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Verkfall sjómanna Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
1440 hafa verið skráðir á atvinnuleysiskrá vegna sjómannaverkfallsins. Eftir um 5 vikna verkfall er deilan enn í hnút og engu munaði að að slitnaði upp úr viðræðunum í vikunni. Verkfall sjómanna hófst þann 14. desember og hefur því staðið yfir í um 5 vikur. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að engu hafi mátt muna að uppúr viðræðunum slitnaði í vikunni. „Við urðum við ósk sáttasemjara að kæla okkur fram yfir helgi,“ segir Valmundur en næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á mánudag. Sjómenn hafa nýtt undanfarna daga til að kanna baklandið. „Ég held satt að segja að mánudagurinn skeri úr um það hvort við náum saman eða hvort við verðum áfram í verkfalli,“ bætir Valmundur við. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 1440 verið skráðir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins en á undanfarinni viku hafa um 100 manns bæst á skrá. „Verkföll eiga ekki að bitna á þriðja aðila,“ það er bara misskilningur. Verkföll bitna alltaf á þriðja aðila, það er bara þannig,“ segir Valmundur. „Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar frá fiskverkafólki en auðvitað er vont að halda fólki heima.“Munaði nánast enguVæri ekki réttara að þessar tvær sveitir, útgerðarmenn og sjómenn, sætu við samningaborðið en ekki í sitt hvoru lagi í ljósi þess hversu er mikið undir, fyrir bæði þjóðfélagið og fólkið sem er nú á atvinnuleysisbótum? „Jú, það má segja það en ákvörðunin var tekin sameiginlega á þriðjudaginn. Það munaði ekki miklu að það slitnaði upp úr, það munaði bara nánast engu.“ Lengsta verkfall sjómanna stóð yfir í 7 vikur árið 2001 en þegar samninganefndirnar taka aftur upp þráðinn í næstu viku mun þetta verða verkfall því vera búið að standa yfir í um 6 vikur. „Vonandi náum við nú saman einhvern tímann. Hvort það verður í næstu viku eða, ég veit ekki hvenær, en það styttist óðum í að það verði 7 vikna stopp,“ segir Valmundur. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Verkfall sjómanna Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira