Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Snærós Sindradóttir skrifar 23. janúar 2017 07:00 Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaga upp úr hádegi í gær. Nú er reynt að reikna út hvar hún var látin í sjóinn. Fréttablaðið/Ingólfur Grétarsson „Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
„Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira