Íslenska fótboltalandsliðið þarf fleiri atkvæði til að vinna Laureus og þú getur hjálpað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 10:00 Ísland komst í sviðsljós heimsins á EM í Frakklandi síðasta sumar. Vísir/Samsett/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var á dögunum tilnefnt til verðlauna í flokknum „Breakthrough of the Year“, óvæntasti uppgangur ársins, en það eru ekki einu verðlaunin sem Ísland getur unnið á þessari virtu verðlaunahátíð íþróttanna. Það að litla Ísland komst alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta síðasta sumar var heimsfrétt enda eitt af skemmtilegustu ævintýrunum í sögu keppninnar. Íslenska liðið og ekki síst íslensku áhorfendurnir unnu hug og hjörtu heimsins með frammistöðu sinni. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki. Íslenska landsliðið gerir svo sannarlega tilkalla til að eiga íþróttamóment ársins. Við ákvörðun um tilnefningar í þessum flokki var litið út fyrir hefðbundin úrslit íþróttanna en þess í stað lögð meiri áhersla á raunverulegt gildi íþrótta og getu þeirra til að breyta heiminum. Gleði og prúðsemi íslensku áhorfendanna hjálpuðu til að gera afrek íslenska liðsins að enn stærra ævintýri. Laureus samtökin líta á árangur íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og ekki síst magnaðan stuðning íslensku þjóðarinnar sem mikilvæga stund í íþróttaheiminum sem verðskuldi þann sess að vera tilnefnt í þessum nýja flokki. Allir geta kosið og það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu samtakanna www.mylaureus.com þar sem atkvæðagreiðslan fer fram. Hægt er að kjósa hér. Íslenska landsliðið þarf hinsvegar á hjálp íslensku þjóðarinnar enda hafði liðið aðeins fengið sjö prósent atkvæða þegar síðast var að gáð. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var á dögunum tilnefnt til verðlauna í flokknum „Breakthrough of the Year“, óvæntasti uppgangur ársins, en það eru ekki einu verðlaunin sem Ísland getur unnið á þessari virtu verðlaunahátíð íþróttanna. Það að litla Ísland komst alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta síðasta sumar var heimsfrétt enda eitt af skemmtilegustu ævintýrunum í sögu keppninnar. Íslenska liðið og ekki síst íslensku áhorfendurnir unnu hug og hjörtu heimsins með frammistöðu sinni. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki. Íslenska landsliðið gerir svo sannarlega tilkalla til að eiga íþróttamóment ársins. Við ákvörðun um tilnefningar í þessum flokki var litið út fyrir hefðbundin úrslit íþróttanna en þess í stað lögð meiri áhersla á raunverulegt gildi íþrótta og getu þeirra til að breyta heiminum. Gleði og prúðsemi íslensku áhorfendanna hjálpuðu til að gera afrek íslenska liðsins að enn stærra ævintýri. Laureus samtökin líta á árangur íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og ekki síst magnaðan stuðning íslensku þjóðarinnar sem mikilvæga stund í íþróttaheiminum sem verðskuldi þann sess að vera tilnefnt í þessum nýja flokki. Allir geta kosið og það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu samtakanna www.mylaureus.com þar sem atkvæðagreiðslan fer fram. Hægt er að kjósa hér. Íslenska landsliðið þarf hinsvegar á hjálp íslensku þjóðarinnar enda hafði liðið aðeins fengið sjö prósent atkvæða þegar síðast var að gáð.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira