Björgunarsveitarmaður skrifar til Birnu: „Þú áttir ekki skilið að vera rænd framtíðinni“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2017 15:38 600 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Birnu um helgina. Vísir/ernir Viktor Klimaszewski, starfsmaður Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði og björgunarsveitarmaður lýsir reynslu sinni af leitarstarfi helgarinnar í færslu á Facebook síðu sinni. Þar fer hann meðal annars yfir að leitin að Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin á sunnudag, hafi fengið mjög á hann andlega. „Föstudaginn síðasta var ég kallaður suður af lögreglu og var ég kominn kl. 04:00 laugardagsmorgun. Leit byrjaði kl. 09:00. Falleg 20 ára gömul stúlka hafði ekki skilað sér heim í viku,“ skrifar Viktor. „Rúmlega 600 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt. Þessi aðgerð varð sú viðfangsmesta sem Landsbjörg hefur staðið fyrir,“ segir Viktor en notast var við tvær þyrlur, tvær flugvélar, flygildi, hunda, bíla og fjórhjól við leitina. „Eftir erfiða tveggja daga leit í skítugu hrauninu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur tókst okkur það sem að við komum fyrir. Við fundum Birnu.“ Í kjölfar þess að lík Birnu fannst voru margir björgunarsveitarmenn sendir heim en Viktor var einn þeirra sem héldu áfram leit. „Ég kom heim seint um kvöldið, og það fyrsta sem beið mín var heitt faðmlag frá mömmu. Ég grét í fanginu á henni. Ég grét yfir þeirri staðreynd að ég var sendur á það svæði þar sem vondur maður losaði sig endanlega við Birnu, í von um vísbendingar hvar og hvort möguleg morðvopn hafi verið til staðar. Þetta tók á andlega sem líkamlega - þó meira andlega.“ Viktor segir að mál Birni hafi kennt Íslendingum að standa saman þegar við verðum fyrir áfalli. „Við erum fjölskylda,“ skrifar hann. Að lokum ávarpar hann Birnu sjálfa ásamt því að votta fjölskyldu hennar og vinum samúð sína. „Birna, þú áttir þetta ekki skilið. Þú áttir það ekki skilið að vera rænd framtíðinni. Þú áttir ekki skilið að fá aldrei að sjá foreldra þína aftur. Fyrirgefðu.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Viktor Klimaszewski, starfsmaður Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði og björgunarsveitarmaður lýsir reynslu sinni af leitarstarfi helgarinnar í færslu á Facebook síðu sinni. Þar fer hann meðal annars yfir að leitin að Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin á sunnudag, hafi fengið mjög á hann andlega. „Föstudaginn síðasta var ég kallaður suður af lögreglu og var ég kominn kl. 04:00 laugardagsmorgun. Leit byrjaði kl. 09:00. Falleg 20 ára gömul stúlka hafði ekki skilað sér heim í viku,“ skrifar Viktor. „Rúmlega 600 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt. Þessi aðgerð varð sú viðfangsmesta sem Landsbjörg hefur staðið fyrir,“ segir Viktor en notast var við tvær þyrlur, tvær flugvélar, flygildi, hunda, bíla og fjórhjól við leitina. „Eftir erfiða tveggja daga leit í skítugu hrauninu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur tókst okkur það sem að við komum fyrir. Við fundum Birnu.“ Í kjölfar þess að lík Birnu fannst voru margir björgunarsveitarmenn sendir heim en Viktor var einn þeirra sem héldu áfram leit. „Ég kom heim seint um kvöldið, og það fyrsta sem beið mín var heitt faðmlag frá mömmu. Ég grét í fanginu á henni. Ég grét yfir þeirri staðreynd að ég var sendur á það svæði þar sem vondur maður losaði sig endanlega við Birnu, í von um vísbendingar hvar og hvort möguleg morðvopn hafi verið til staðar. Þetta tók á andlega sem líkamlega - þó meira andlega.“ Viktor segir að mál Birni hafi kennt Íslendingum að standa saman þegar við verðum fyrir áfalli. „Við erum fjölskylda,“ skrifar hann. Að lokum ávarpar hann Birnu sjálfa ásamt því að votta fjölskyldu hennar og vinum samúð sína. „Birna, þú áttir þetta ekki skilið. Þú áttir það ekki skilið að vera rænd framtíðinni. Þú áttir ekki skilið að fá aldrei að sjá foreldra þína aftur. Fyrirgefðu.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira