Løkke sæmdur íslensku fálkaorðunni atli ísleifsson skrifar 25. janúar 2017 10:14 Guðni T. Jóhannesson forseti er í sinni fyrstu opinberu heimsókn í útlöndum frá því að hann tók við embætti í sumar. facebook/epa Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í gær sæmdur íslensku fálkaorðunni. Frá þessu greinir forsætisráðherrann á Facebook-síðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru í opinberri heimsókn í Kaupmannahöfn þessa dagana og funduðu með Rasmussen í Kristjánsborgarhöll í gær.„Var í dag sæmdur íslensku fálkaorðunni. Og já, ég hef heyrt þann [brandarann] um að maður festir orður á hálfvita :) Sjálfur lít ég hins vegar á hana sem tákn um náin tengsl Íslands og Danmerkur, og ég hlakka til að vera með hana í kvöld,“ sagði Rasmussen sem sótti hátíðarkvöldverð í Amalíuborgarhöll í tilefni af heimsókn íslenska forsetans í gærkvöldi. Að hátíðarkvöldverðinum loknum birti Rasmussen mynd af sjálfum sér í fullum skrúða þar sem hann sagði kvöldið hafa verið afar ánægjulegt. Sagðist hann þó fagna því að fara aftur í gallabuxurnar. Á heimasíðu forseta Íslands kemur fram að forseti „sæmir árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja.“ Súkkulaðigosbrunnur Løkke vekur óneitanlega athygli á myndinni sem hann birtir, en í athugasemdum segir forsætisráðherrann að gosbrunnurinn hafi síðast verið notaður á gamlárskvöld og bíði þess að vera fluttur niður í geymslu. Fálkaorðan Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í gær sæmdur íslensku fálkaorðunni. Frá þessu greinir forsætisráðherrann á Facebook-síðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru í opinberri heimsókn í Kaupmannahöfn þessa dagana og funduðu með Rasmussen í Kristjánsborgarhöll í gær.„Var í dag sæmdur íslensku fálkaorðunni. Og já, ég hef heyrt þann [brandarann] um að maður festir orður á hálfvita :) Sjálfur lít ég hins vegar á hana sem tákn um náin tengsl Íslands og Danmerkur, og ég hlakka til að vera með hana í kvöld,“ sagði Rasmussen sem sótti hátíðarkvöldverð í Amalíuborgarhöll í tilefni af heimsókn íslenska forsetans í gærkvöldi. Að hátíðarkvöldverðinum loknum birti Rasmussen mynd af sjálfum sér í fullum skrúða þar sem hann sagði kvöldið hafa verið afar ánægjulegt. Sagðist hann þó fagna því að fara aftur í gallabuxurnar. Á heimasíðu forseta Íslands kemur fram að forseti „sæmir árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja.“ Súkkulaðigosbrunnur Løkke vekur óneitanlega athygli á myndinni sem hann birtir, en í athugasemdum segir forsætisráðherrann að gosbrunnurinn hafi síðast verið notaður á gamlárskvöld og bíði þess að vera fluttur niður í geymslu.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13 Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51
Ánægja með Guðna í hæstu hæðum Í nýlegri könnun MMR sögðust 81,4 prósent þátttakenda vera ánægð með störf forsetans og hefur ánægjan aldrei mælst meiri. 24. janúar 2017 13:13
Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. 25. janúar 2017 07:50
Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09