Hafa ákveðna hugmynd um hvar líki Birnu var komið fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 10:33 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Vísir/Anton Brink Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttir verða ekki yfirheyrðir í dag. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir ekki búið að ákveða hvenær mennirnir verða yfirheyrðir en á frekar von á því að það verði eftir helgi frekar en um helgina. Grímur segir lögregluna engu nær um ferðir bílsins á laugardagsmorgninum 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hafa þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á því hvar líki Birnu hafi mögulega verið komið fyrir ekki hjálpað til við að finna út úr því? „Það er eitthvað sem við höfum verið að skoða, það er hvaða leiðir geta legið að þeim stað sem er líklegt að það hafi gerst, en við höfum engar „konkret“ vísbendingar um það,“ segir Grímur en greint var frá því í gær að lögreglan telji að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á þessu tímabili.Lík Birnu fannst við Selvogsvita.Vísir/Loftmyndir ehf.Hvar er talið líklegast að líkinu hafi verið komið fyrir? „Við göngum út frá því að líkinu hafi ekki verið komið fyrir þar sem það fannst [við Selvogsvita]. Síðan er þá bara verið að horfa til þess hvar það gæti verið sitt hvoru megin við þann stað. Við höfum bæði leitað til vísindamanna sem vita hvernig straumar og öldugangur er við ströndina þarna og svo líka til staðkunnugra manna og hvað þeir telja. Við höfum ekki náð að staðsetja þetta eða segja frá því hvað við teljum en við erum með ákveðna hugmynd um þetta og það getur vel verið að við getum upplýst um það fljótlega þó að það sé ekki komið að því,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að dúkku hafi verið kastað út segir Grímur svo ekki vera en að það komi til álita að prófa það.Með allar klær úti varðandi upplýsingar um málið Lögreglan hefur fengið aðgang að samfélagsmiðlum Birnu við rannsókn málsins en Grímur segist ekki viss um hvort rannsóknarteymið hafi fengið aðgang að þeim en telur þó að svo sé þar sem lögreglan hafi fengið aðgang að öllu sem hún telur sig þurfa. „Við erum að nota alla möguleika til þess að átta okkur á því hvað gerðist þannig að hafi verið upplýsingar á samfélagsmiðlum þessara manna þá myndum við vera með það. Við erum með allar klær úti varðandi allar upplýsingar.“ Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út þann 2. febrúar. Grímur segir ekkert að segja til um það á þessari stundu hvort verði fram á að það verði framlengt og þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að öðrum hvorum manninum verði sleppt úr haldi áður en varðhaldið rennur út. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í vikunni að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11 Alls ekki gengið út frá manndrápi af gáleysi í rannsókn lögreglu Lögreglan gengur ekki út frá því að morðið á Birnu Brjánsdóttur geti hafa verið manndráp af gáleysi. Nokkur umræða hefur spunnist um fréttir þess efnis að lögregla útiloki ekki að um gáleysisbrot sé að ræða. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttir verða ekki yfirheyrðir í dag. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir ekki búið að ákveða hvenær mennirnir verða yfirheyrðir en á frekar von á því að það verði eftir helgi frekar en um helgina. Grímur segir lögregluna engu nær um ferðir bílsins á laugardagsmorgninum 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hafa þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á því hvar líki Birnu hafi mögulega verið komið fyrir ekki hjálpað til við að finna út úr því? „Það er eitthvað sem við höfum verið að skoða, það er hvaða leiðir geta legið að þeim stað sem er líklegt að það hafi gerst, en við höfum engar „konkret“ vísbendingar um það,“ segir Grímur en greint var frá því í gær að lögreglan telji að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á þessu tímabili.Lík Birnu fannst við Selvogsvita.Vísir/Loftmyndir ehf.Hvar er talið líklegast að líkinu hafi verið komið fyrir? „Við göngum út frá því að líkinu hafi ekki verið komið fyrir þar sem það fannst [við Selvogsvita]. Síðan er þá bara verið að horfa til þess hvar það gæti verið sitt hvoru megin við þann stað. Við höfum bæði leitað til vísindamanna sem vita hvernig straumar og öldugangur er við ströndina þarna og svo líka til staðkunnugra manna og hvað þeir telja. Við höfum ekki náð að staðsetja þetta eða segja frá því hvað við teljum en við erum með ákveðna hugmynd um þetta og það getur vel verið að við getum upplýst um það fljótlega þó að það sé ekki komið að því,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að dúkku hafi verið kastað út segir Grímur svo ekki vera en að það komi til álita að prófa það.Með allar klær úti varðandi upplýsingar um málið Lögreglan hefur fengið aðgang að samfélagsmiðlum Birnu við rannsókn málsins en Grímur segist ekki viss um hvort rannsóknarteymið hafi fengið aðgang að þeim en telur þó að svo sé þar sem lögreglan hafi fengið aðgang að öllu sem hún telur sig þurfa. „Við erum að nota alla möguleika til þess að átta okkur á því hvað gerðist þannig að hafi verið upplýsingar á samfélagsmiðlum þessara manna þá myndum við vera með það. Við erum með allar klær úti varðandi allar upplýsingar.“ Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út þann 2. febrúar. Grímur segir ekkert að segja til um það á þessari stundu hvort verði fram á að það verði framlengt og þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að öðrum hvorum manninum verði sleppt úr haldi áður en varðhaldið rennur út. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í vikunni að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11 Alls ekki gengið út frá manndrápi af gáleysi í rannsókn lögreglu Lögreglan gengur ekki út frá því að morðið á Birnu Brjánsdóttur geti hafa verið manndráp af gáleysi. Nokkur umræða hefur spunnist um fréttir þess efnis að lögregla útiloki ekki að um gáleysisbrot sé að ræða. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00
Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11
Alls ekki gengið út frá manndrápi af gáleysi í rannsókn lögreglu Lögreglan gengur ekki út frá því að morðið á Birnu Brjánsdóttur geti hafa verið manndráp af gáleysi. Nokkur umræða hefur spunnist um fréttir þess efnis að lögregla útiloki ekki að um gáleysisbrot sé að ræða. 27. janúar 2017 07:00