Ætlar að endurskoða undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 13:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. vísir/eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi þar sem ákvæði búvörulaga um undanþágur mjólkuriðnaðarins frá ákvæðum samkeppnislaga verða endurskoðuð. Þá verða jafnframt endurskoðaðar leiðir vegna úthlutunar tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur auk þess sem kveðið verður á um tæknilegar breytingar vegna framkvæmda við búvörusamninga. Ráðherra segir að markmiðið með frumvarpinu sé að reyna að finna lausn sem kemur neytendum best. „Það eru þessir tveir þættir sem snerta tollkvótana á innflutningi á ákveðnum vörum sem hafa verið í tilteknum tollflokki og síðan er það mjólkuriðnaðurinn og hvort hann eigi að fara allur eða að hluta undir samkeppnislög. Ég er búin að setja þessi mál í ferli og ég stefni að því að vera tilbúin með tollkvótana allavega fyrir sumarið og fyrirkomulagið varðandi þá,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Markmiðið að lækka vöruverð og auka vöruúrvalÍ september 2015 undirrituðu Ísland og ESB nýjan samning um tollkvóta á landbúnaðarvörum en hann mun að öllum líkindum ekki taka gildi fyrr en í mars/apríl á þessu ári. Með samningnum eykst mjög það magn sem flytja má inn af ýmsum landbúnaðarvörum, til að mynda fer kvótinn fyrir osta úr samtals 100 tonnum í 610 tonn eigi síðar en eftir fjögur ár. Félag atvinnurekenda hefur harðlega gagnrýnt fyrirkomulagið við úthlutun tollkvóta en kvótinn er nú boðinn upp oftar en einu sinni á ári. Að mati félagsins er þessi breyting ekki til hagsbóta fyrir neytendur þar sem líklegt er að hún stuðli að hækkun á verði innfluttra búvara. Þorgerður Katrín segir að varðandi endurskoðun á leiðum við úthlutun kvótanna þá blasi við að engin ein lausn sé skynsamlegust. „Þegar ég segi það þá er ég að tala út frá sjónarhóli neytenda. Við vinnum út frá því að reyna að finna þá lausn sem hentar neytandanum best og kemur sér sem best fyrir hann bæði með tilliti til lægra vöruverðs og auknu vöruúrvali.“Síðastliðið sumar sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. MS skaut málinu til áfrýjunarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki brotið lög.Vísir/PjeturOf snemmt að segja til um hvort undanþágur frá samkeppnislögum verði afnumdar Hvað varðar undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum segir Þorgerður Katrín enn of snemmt að segja til um það hvort þær verði afnumdar að öllu leyti eða að hluta. Síðastliðið sumar sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína er fyrirtækið seldi keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið mun ódýrara. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Niðurstaðan varð sú að MS hefði ekki brotið lög og var sektin lækkuð um 440 milljónir króna. Aðrir hagsmunaaðilar komi að málinu Keppinautar MS gagnrýndu þessa niðurstöðu mjög, eins og gefur að skilja, og þá hyggst Samkeppniseftirlitið stefna MS fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu ti MS. Þorgerður segir að verið sé að fara yfir gögn er varða undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum samkvæmt búvörulögum en gögnin hafa meðal annars verið unnin á vegum þingsins og í ráðuneytinu. „Við munum skoða þetta vel og vinna þetta þannig að aðrir hagsmunaaðilar komi að þessu, neytendur, framleiðendur og verslunin. Aðalatriðið er að allir þeir sem koma að þessu máli átti sig á því að mitt markmið, bæði varðandi tollkvótann og samkeppnismálin, að niðurstaðan verði neytendum til góða,“ segir Þorgerður Katrín. Búvörusamningar Tengdar fréttir KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS "fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. 23. nóvember 2016 07:00 „Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Alþýðusamband Íslands segir það sjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði 3. desember 2016 09:24 Samkeppniseftirlitið ætlar að höfða dómsmál gegn MS Samkeppniseftirlitið hyggst stefna Mjólkursamsölunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS. 25. nóvember 2016 16:13 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi þar sem ákvæði búvörulaga um undanþágur mjólkuriðnaðarins frá ákvæðum samkeppnislaga verða endurskoðuð. Þá verða jafnframt endurskoðaðar leiðir vegna úthlutunar tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur auk þess sem kveðið verður á um tæknilegar breytingar vegna framkvæmda við búvörusamninga. Ráðherra segir að markmiðið með frumvarpinu sé að reyna að finna lausn sem kemur neytendum best. „Það eru þessir tveir þættir sem snerta tollkvótana á innflutningi á ákveðnum vörum sem hafa verið í tilteknum tollflokki og síðan er það mjólkuriðnaðurinn og hvort hann eigi að fara allur eða að hluta undir samkeppnislög. Ég er búin að setja þessi mál í ferli og ég stefni að því að vera tilbúin með tollkvótana allavega fyrir sumarið og fyrirkomulagið varðandi þá,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Markmiðið að lækka vöruverð og auka vöruúrvalÍ september 2015 undirrituðu Ísland og ESB nýjan samning um tollkvóta á landbúnaðarvörum en hann mun að öllum líkindum ekki taka gildi fyrr en í mars/apríl á þessu ári. Með samningnum eykst mjög það magn sem flytja má inn af ýmsum landbúnaðarvörum, til að mynda fer kvótinn fyrir osta úr samtals 100 tonnum í 610 tonn eigi síðar en eftir fjögur ár. Félag atvinnurekenda hefur harðlega gagnrýnt fyrirkomulagið við úthlutun tollkvóta en kvótinn er nú boðinn upp oftar en einu sinni á ári. Að mati félagsins er þessi breyting ekki til hagsbóta fyrir neytendur þar sem líklegt er að hún stuðli að hækkun á verði innfluttra búvara. Þorgerður Katrín segir að varðandi endurskoðun á leiðum við úthlutun kvótanna þá blasi við að engin ein lausn sé skynsamlegust. „Þegar ég segi það þá er ég að tala út frá sjónarhóli neytenda. Við vinnum út frá því að reyna að finna þá lausn sem hentar neytandanum best og kemur sér sem best fyrir hann bæði með tilliti til lægra vöruverðs og auknu vöruúrvali.“Síðastliðið sumar sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. MS skaut málinu til áfrýjunarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki brotið lög.Vísir/PjeturOf snemmt að segja til um hvort undanþágur frá samkeppnislögum verði afnumdar Hvað varðar undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum segir Þorgerður Katrín enn of snemmt að segja til um það hvort þær verði afnumdar að öllu leyti eða að hluta. Síðastliðið sumar sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína er fyrirtækið seldi keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið mun ódýrara. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Niðurstaðan varð sú að MS hefði ekki brotið lög og var sektin lækkuð um 440 milljónir króna. Aðrir hagsmunaaðilar komi að málinu Keppinautar MS gagnrýndu þessa niðurstöðu mjög, eins og gefur að skilja, og þá hyggst Samkeppniseftirlitið stefna MS fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu ti MS. Þorgerður segir að verið sé að fara yfir gögn er varða undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum samkvæmt búvörulögum en gögnin hafa meðal annars verið unnin á vegum þingsins og í ráðuneytinu. „Við munum skoða þetta vel og vinna þetta þannig að aðrir hagsmunaaðilar komi að þessu, neytendur, framleiðendur og verslunin. Aðalatriðið er að allir þeir sem koma að þessu máli átti sig á því að mitt markmið, bæði varðandi tollkvótann og samkeppnismálin, að niðurstaðan verði neytendum til góða,“ segir Þorgerður Katrín.
Búvörusamningar Tengdar fréttir KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS "fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. 23. nóvember 2016 07:00 „Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Alþýðusamband Íslands segir það sjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði 3. desember 2016 09:24 Samkeppniseftirlitið ætlar að höfða dómsmál gegn MS Samkeppniseftirlitið hyggst stefna Mjólkursamsölunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS. 25. nóvember 2016 16:13 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS "fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. 23. nóvember 2016 07:00
„Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Alþýðusamband Íslands segir það sjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði 3. desember 2016 09:24
Samkeppniseftirlitið ætlar að höfða dómsmál gegn MS Samkeppniseftirlitið hyggst stefna Mjólkursamsölunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS. 25. nóvember 2016 16:13