Er íslenska óþörf? Linda Markúsdóttir skrifar 10. janúar 2017 07:00 Ég lifi og hrærist í vernduðu málaumhverfi. Fólkið sem ég umgengst hefur að miklu leyti sömu lífssýn, sömu gildi og sömu skoðun á mikilvægi íslenskrar tungu og ég sjálf. Nýlega steig ég út úr þessu verndaða umhverfi og sótti námskeið ásamt fólki alls staðar að úr atvinnulífinu. Þar heyrði ég álengdar í jakkafataklæddum menntamanni sem var á að giska á milli fertugs og fimmtugs. Hann hélt því blákalt fram að íslenska sem tungumál væri óþörf og í tæknigeiranum væri hún hreinlega fyrir. Hann klykkti að lokum út með setningu sem er nú brennimerkt í huga mér: „Við hættum ekkert að vera Íslendingar þótt við tölum ekki íslensku.“ Hvenær hættum við þá að vera Íslendingar? Þegar við hættum að eyða um efni fram? Þegar við hættum að standa í ógnarlöngum röðum eftir hillum, vösum og kleinuhringjum? Trúið mér, ég hef reynt en fæ ekki skilið að nokkur maður geti verið á þessari skoðun. Skilgreinum við ekki þjóðerni okkar út frá ætterni, sögu og tungumálinu? Við erum agnarsmá þjóð, einn óstöndugur strákofi í alheimsþorpinu og ef tungumálið er tekið af okkur verður þess ekki langt að bíða að enskumælandi menningarheimur kokgleypi okkur. Viðhorf mannsins sem ég lýsi hér að ofan er sérstaklega hættulegt í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku samfélagi. Sambland af raddstýrðum tækninýjungum, auknu aðgengi barna og unglinga að ýmiss konar nettengdum tækjum og vaxandi straumur erlendra ferðamanna hingað til lands setur íslenskuna í raunverulega og óumdeilanlega hættu. Erlendir ferðamenn eru þjóðarbúinu nauðsynlegir og ég geri mér grein fyrir því að ekki sé gerlegt að brenna Internetið á báli og snúa aftur til tíma húslestra og munnmælasagna. En hvað er þá til ráða?1. Styðja við íslenska máltækni með ráðum og dáð en máltækni má skilgreina sem hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang. Líkt og ég og margir aðrir hafa komið inn á áður mun íslenskan ekki lifa það af ef ekki verður hægt að nota hana til raddstýringar. Ágæti, verðandi fjármálaráðherra (sem ég geri eðlilega ráð fyrir því að lesi þennan pistil af mikilli athygli): Hér þarf peninga og nóg af þeim. Með því að styðja við bakið á íslenskri máltækni og ljúka við byggingu húss íslenskra fræða gefa stjórnvöld það út að menning okkar og tungumál skipti máli og séu þess verð að fjárfesta í.2. Erlendir ferðamenn skilja ekki íslensku og því verður að koma til móts við þá. Það má þó ekki gleyma þeim rétti fólks til að geta notað móðurmál sitt á öllum stigum þjóðfélagsins. Matseðlar, skilti og vefsíður allra íslenskra fyrirtækja ættu því undantekningalaust að vera á bæði íslensku og ensku. Jafnframt er það óhæft að ekki sé hægt að fá þjónustu á vissum stöðum innan þjónustugeirans hér á Íslandi nema á ensku og á því þarf að ráða bót.3. Leggja áherslu á vandaðar og góðar þýðingar. Netflix, YouTube og erlendir tölvuleikir eru meðal þess sem ekki verður ráðið við en það er ýmislegt annað til sem má þýða og hefur verið gert í gegnum tíðina með miklum ágætum.4. Tala við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera eins og við getum til að þau heyri og sjái mikið af vandaðri íslensku. Jafnframt þarf að styðja við þau börn sem af ýmsum ástæðum fá ekki ákjósanlegt málauppeldi, bæta íslenskukennslu og auðvelda aðgengi að talmeinafræðingum og öðrum sérfræðingum máls og læsis. Þessi fyrrnefndu börn ættu að fá sérstakt utanumhald, málörvunarhópar ættu að vera starfræktir á öllum skólastigum og stofna ætti sérstaka samræðuhópa fyrir þau börn sem af einhverjum ástæðum eru í hættu á að einangrast.5. Til eru snjalltæki sem skilja íslensku og eru með íslenskan hugbúnað. Því væri mikið heillaskref að skipta vörum frá Apple (spjaldtölvum og símum til dæmis) út fyrir tæki með annað stýrikerfi. Mörgum finnst ýmist óþægilegt eða asnalegt að hafa nettengdu tækin sín á íslensku en það er einkum vegna þess að þeir hafa vanið sig á enskuna og kannast jafnvel ekki við íslensku orðin yfir sumt af því sem er að finna í tækjunum þeirra. Ef börn hafa íslensku fyrir augunum í tækjunum strax frá upphafi hafa þau einskis að sakna. Mikilvægast af öllu er þó að við berum virðingu fyrir málinu. Virðingar- og afskiptaleysi gagnvart íslenskunni mun að endingu gera út af við hana því enginn berst fyrir einhverju sem honum stendur á sama um. Það fer enginn á mótmæli með skilti sem á stendur: „Hvaða læti eru þetta eiginlega?“ Mér er annt um málið mitt og mun rífa íslenskan kjaft eins lengi og þurfa þykir. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Netflix Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég lifi og hrærist í vernduðu málaumhverfi. Fólkið sem ég umgengst hefur að miklu leyti sömu lífssýn, sömu gildi og sömu skoðun á mikilvægi íslenskrar tungu og ég sjálf. Nýlega steig ég út úr þessu verndaða umhverfi og sótti námskeið ásamt fólki alls staðar að úr atvinnulífinu. Þar heyrði ég álengdar í jakkafataklæddum menntamanni sem var á að giska á milli fertugs og fimmtugs. Hann hélt því blákalt fram að íslenska sem tungumál væri óþörf og í tæknigeiranum væri hún hreinlega fyrir. Hann klykkti að lokum út með setningu sem er nú brennimerkt í huga mér: „Við hættum ekkert að vera Íslendingar þótt við tölum ekki íslensku.“ Hvenær hættum við þá að vera Íslendingar? Þegar við hættum að eyða um efni fram? Þegar við hættum að standa í ógnarlöngum röðum eftir hillum, vösum og kleinuhringjum? Trúið mér, ég hef reynt en fæ ekki skilið að nokkur maður geti verið á þessari skoðun. Skilgreinum við ekki þjóðerni okkar út frá ætterni, sögu og tungumálinu? Við erum agnarsmá þjóð, einn óstöndugur strákofi í alheimsþorpinu og ef tungumálið er tekið af okkur verður þess ekki langt að bíða að enskumælandi menningarheimur kokgleypi okkur. Viðhorf mannsins sem ég lýsi hér að ofan er sérstaklega hættulegt í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku samfélagi. Sambland af raddstýrðum tækninýjungum, auknu aðgengi barna og unglinga að ýmiss konar nettengdum tækjum og vaxandi straumur erlendra ferðamanna hingað til lands setur íslenskuna í raunverulega og óumdeilanlega hættu. Erlendir ferðamenn eru þjóðarbúinu nauðsynlegir og ég geri mér grein fyrir því að ekki sé gerlegt að brenna Internetið á báli og snúa aftur til tíma húslestra og munnmælasagna. En hvað er þá til ráða?1. Styðja við íslenska máltækni með ráðum og dáð en máltækni má skilgreina sem hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang. Líkt og ég og margir aðrir hafa komið inn á áður mun íslenskan ekki lifa það af ef ekki verður hægt að nota hana til raddstýringar. Ágæti, verðandi fjármálaráðherra (sem ég geri eðlilega ráð fyrir því að lesi þennan pistil af mikilli athygli): Hér þarf peninga og nóg af þeim. Með því að styðja við bakið á íslenskri máltækni og ljúka við byggingu húss íslenskra fræða gefa stjórnvöld það út að menning okkar og tungumál skipti máli og séu þess verð að fjárfesta í.2. Erlendir ferðamenn skilja ekki íslensku og því verður að koma til móts við þá. Það má þó ekki gleyma þeim rétti fólks til að geta notað móðurmál sitt á öllum stigum þjóðfélagsins. Matseðlar, skilti og vefsíður allra íslenskra fyrirtækja ættu því undantekningalaust að vera á bæði íslensku og ensku. Jafnframt er það óhæft að ekki sé hægt að fá þjónustu á vissum stöðum innan þjónustugeirans hér á Íslandi nema á ensku og á því þarf að ráða bót.3. Leggja áherslu á vandaðar og góðar þýðingar. Netflix, YouTube og erlendir tölvuleikir eru meðal þess sem ekki verður ráðið við en það er ýmislegt annað til sem má þýða og hefur verið gert í gegnum tíðina með miklum ágætum.4. Tala við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera eins og við getum til að þau heyri og sjái mikið af vandaðri íslensku. Jafnframt þarf að styðja við þau börn sem af ýmsum ástæðum fá ekki ákjósanlegt málauppeldi, bæta íslenskukennslu og auðvelda aðgengi að talmeinafræðingum og öðrum sérfræðingum máls og læsis. Þessi fyrrnefndu börn ættu að fá sérstakt utanumhald, málörvunarhópar ættu að vera starfræktir á öllum skólastigum og stofna ætti sérstaka samræðuhópa fyrir þau börn sem af einhverjum ástæðum eru í hættu á að einangrast.5. Til eru snjalltæki sem skilja íslensku og eru með íslenskan hugbúnað. Því væri mikið heillaskref að skipta vörum frá Apple (spjaldtölvum og símum til dæmis) út fyrir tæki með annað stýrikerfi. Mörgum finnst ýmist óþægilegt eða asnalegt að hafa nettengdu tækin sín á íslensku en það er einkum vegna þess að þeir hafa vanið sig á enskuna og kannast jafnvel ekki við íslensku orðin yfir sumt af því sem er að finna í tækjunum þeirra. Ef börn hafa íslensku fyrir augunum í tækjunum strax frá upphafi hafa þau einskis að sakna. Mikilvægast af öllu er þó að við berum virðingu fyrir málinu. Virðingar- og afskiptaleysi gagnvart íslenskunni mun að endingu gera út af við hana því enginn berst fyrir einhverju sem honum stendur á sama um. Það fer enginn á mótmæli með skilti sem á stendur: „Hvaða læti eru þetta eiginlega?“ Mér er annt um málið mitt og mun rífa íslenskan kjaft eins lengi og þurfa þykir. Hvað með þig?
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun