Vonbrigði að verða ekki nýir ráðherrar Snærós Sindradóttir skrifar 12. janúar 2017 07:00 Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða. vísir/Anton Brink Nokkurra vonbrigða gætir með nýja ráðherraskipan innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hafa gert miklar athugasemdir við að atvinnuvegaráðuneytið sé komið úr höndum Sjálfstæðisflokksins og til Viðreisnar.Haraldur Benediktsson Haraldur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og horfði sérstaklega til þess ráðuneytis í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að kannski hafi, í ljósi þessarar fyrri stöðu hans, verið horft sérstaklega til þess hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að hann hlyti ekki það embætti. Ljóst er að bæði Viðreisn og Björt framtíð stefna að kerfisbreytingum í landbúnaði en Haraldur hefur í fyrri störfum sett fingraför sín á það landbúnaðarkerfi sem nú er við lýði. Haraldur segist þó ekki vilja í bollaleggingar um hvað annað hefði mátt víkja fyrir atvinnumálunum. „Nei, það er alveg tilgangslaust að tala um það núna. Utanríkismál eru ekki þungavigtarmál fyrir landsbyggðarfólk en þau eru mikilvæg fyrir Reykvíkinga,“ segir Haraldur. Hann bendir þó á að utanríkismálin séu orðin léttvægari en áður þótti.Brynjar Níelsson„En þetta er ekki mikið mál. Það vantaði konur og ég átti frumkvæði að því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gæti verið góður kostur. Þetta segir ekkert um að ég hafi yfirgefið dyggan stuðning minn við landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin. Ég hef bara mun frjálsari hendur til að slást í því eftir þetta,“ segir Haraldur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að vera ekki skipaður í nýtt dómsmálaráðuneyti. Hann sóttist eftir því í aðdraganda skipunarinnar en Sigríður Á. Andersen, sem situr sæti neðar en hann á lista í kjördæminu, hlaut embættið. „Auðvitað eru það vonbrigði. Það eru vonbrigði hjá mér og fleirum sem vildu fá ráðherraembætti. Ég lýsti því í útvarpi hvaða sjónarmið ég teldi að yrðu höfð til hliðsjónar við þetta en þau urðu ekki ofan á og maður situr bara uppi með það. Það er bara svona.“Páll MagnússonBrynjar segir þó að hann haldi bara áfram þar sem frá var horfið. „Ég fer ekki í fýlu eða í burtu, sko. Það þýðir ekkert. Maður lýsir bara yfir vonbrigðum og svo er það búið.“ Brynjari hefur ekki verið tjáð hvort til standi að hann taki við formennsku í fastanefnd á Alþingi þegar það kemur saman. „Það er ekkert sjálfgefið að ég verði formaður í nefnd. Það kemur bara í ljós síðar.“ Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og nýliði á Alþingi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann opinberaði vonbrigði sín og að hann hefði ekki stutt þá ráðherraskipan sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði til á þingflokksfundi á mánudag. „Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“ Páll og Haraldur eru einu oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem ekki fengu ráðherraembætti, ef frá er talin Ólöf Nordal sem vegna veikinda baðst undan því að hljóta ráðherraembætti, þar til hún hefur náð fullu starfsþreki. Formaður flokksins sagði á mánudag að Ólöf Nordal kæmi inn í ríkisstjórn um leið og hún hefði þrek til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Nokkurra vonbrigða gætir með nýja ráðherraskipan innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hafa gert miklar athugasemdir við að atvinnuvegaráðuneytið sé komið úr höndum Sjálfstæðisflokksins og til Viðreisnar.Haraldur Benediktsson Haraldur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og horfði sérstaklega til þess ráðuneytis í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að kannski hafi, í ljósi þessarar fyrri stöðu hans, verið horft sérstaklega til þess hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að hann hlyti ekki það embætti. Ljóst er að bæði Viðreisn og Björt framtíð stefna að kerfisbreytingum í landbúnaði en Haraldur hefur í fyrri störfum sett fingraför sín á það landbúnaðarkerfi sem nú er við lýði. Haraldur segist þó ekki vilja í bollaleggingar um hvað annað hefði mátt víkja fyrir atvinnumálunum. „Nei, það er alveg tilgangslaust að tala um það núna. Utanríkismál eru ekki þungavigtarmál fyrir landsbyggðarfólk en þau eru mikilvæg fyrir Reykvíkinga,“ segir Haraldur. Hann bendir þó á að utanríkismálin séu orðin léttvægari en áður þótti.Brynjar Níelsson„En þetta er ekki mikið mál. Það vantaði konur og ég átti frumkvæði að því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gæti verið góður kostur. Þetta segir ekkert um að ég hafi yfirgefið dyggan stuðning minn við landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin. Ég hef bara mun frjálsari hendur til að slást í því eftir þetta,“ segir Haraldur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að vera ekki skipaður í nýtt dómsmálaráðuneyti. Hann sóttist eftir því í aðdraganda skipunarinnar en Sigríður Á. Andersen, sem situr sæti neðar en hann á lista í kjördæminu, hlaut embættið. „Auðvitað eru það vonbrigði. Það eru vonbrigði hjá mér og fleirum sem vildu fá ráðherraembætti. Ég lýsti því í útvarpi hvaða sjónarmið ég teldi að yrðu höfð til hliðsjónar við þetta en þau urðu ekki ofan á og maður situr bara uppi með það. Það er bara svona.“Páll MagnússonBrynjar segir þó að hann haldi bara áfram þar sem frá var horfið. „Ég fer ekki í fýlu eða í burtu, sko. Það þýðir ekkert. Maður lýsir bara yfir vonbrigðum og svo er það búið.“ Brynjari hefur ekki verið tjáð hvort til standi að hann taki við formennsku í fastanefnd á Alþingi þegar það kemur saman. „Það er ekkert sjálfgefið að ég verði formaður í nefnd. Það kemur bara í ljós síðar.“ Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og nýliði á Alþingi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann opinberaði vonbrigði sín og að hann hefði ekki stutt þá ráðherraskipan sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði til á þingflokksfundi á mánudag. „Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“ Páll og Haraldur eru einu oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem ekki fengu ráðherraembætti, ef frá er talin Ólöf Nordal sem vegna veikinda baðst undan því að hljóta ráðherraembætti, þar til hún hefur náð fullu starfsþreki. Formaður flokksins sagði á mánudag að Ólöf Nordal kæmi inn í ríkisstjórn um leið og hún hefði þrek til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira