Einar Andri gerir upp leik Íslands: Aginn hvarf í seinni hálfleik en Arnar er framtíðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2017 21:52 Arnar Freyr Arnarsson átti frábæra frumraun. vísir/getty „Við vorum í lagi til að byrja með. Mér fannst strákarnir vel innstilltir í leikinn, það var gott jafnvægi í mönnum og þeir ákafir og tilbúnir. Það var engin hræðsla og menn voru áhyggjulausir.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í Handbolta, um byrjunina á leik strákanna okkar gegn Spáni í kvöld. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, en tapaði síðari hálfleiknum með átta mörkum og leiknum með sjö mörkum, 27-21.Sjá einnig:Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók „Við stýrðum hraðanum vel í fyrri hálfleik og Björgvin auðvitað í heimsklassa í markinu. Mér fannst leikurinn vel settur upp. Byrjunarliðið virkaði vel og þó að við rúlluðum á liðinu skiluðu allir einhverju bæði í vörn og sókn. Fyrri hálfleikurinn var frábær,“ segir Einar Andri, en hvað gerðist þá í þeim síðari? „Við missum agann í fyrstu tveimur sóknunum. Við förum í tvær aðgerðir í röð eftir svona 25 sekúndur á miðað við það, að við vorum að eiga mínútu langar sóknir og velja færin vel í fyrri hálfleik. Við missum agann og taktinn úr þessu og svo voru brottvísanirnar svakalega dýrar.“Spánverjarnir voru erfiðir í sóknarleiknum í seinni hálfleik.vísir/epaArnar Freyr frábær Íslenska liðið var enn þá yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en þá fór allt í lás í sóknarleiknum. Hann var ekki góður, frekar hægur og fyrirsjáanlegur. „Það hættu allir að sækja á markið og hættu að reyna að vinna stöðuna maður á mann og draga í sig næsta varnarmann. Þá lenti þetta rosalega á Ólafi og Rúnari þar sem þeir þurftu að skjóta á markið úr erfiðum stöðum. Það er ósanngjarnt að kenna þeim um þetta. Það var bara sama hver kom inn á í seinni hálfleik það gerðist lítið og þá kom óöryggi í þetta. Menn hættu að sækja á markið, fóru í staðinn að sækja til hliðar og þá fengu Spánverjarnir hraðaupphlaup,“ segir Einar Andri. Arnar Freyr Arnarsson átti stórleik í sínum fyrsta landsleik og Björgvin var flottur í markinu. Einar Andri sér jákvæða punkta eftir fyrsta leik. „Það er ekki spurning. Björgvin Páll var í heimsklassa í leiknum og Arnar Freyr sýndi að hann verður þarna á línunni næstu fimmtán árin. Þetta var geggjuð byrjun á landsliðsferli. Það verður erfitt að finna betri fyrsta leik á heimsmeistaramóti,“ segir Einar Andri. „Varnarleikurinn var í heildina góður og Bjöggi frábær. Arnar var frábær og fyrri hálfleikurinn þó allt detti niður í seinni hálfleik. Það er alveg hægt að horfa jákvæðum augum á þetta. Við erum búnir með erfiðasta leikinn og hann var enginn skandall. Menn lögðu allt í þetta. Það er það sem við viljum,“ segir Einar Andri Einarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38 Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
„Við vorum í lagi til að byrja með. Mér fannst strákarnir vel innstilltir í leikinn, það var gott jafnvægi í mönnum og þeir ákafir og tilbúnir. Það var engin hræðsla og menn voru áhyggjulausir.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í Handbolta, um byrjunina á leik strákanna okkar gegn Spáni í kvöld. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, en tapaði síðari hálfleiknum með átta mörkum og leiknum með sjö mörkum, 27-21.Sjá einnig:Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók „Við stýrðum hraðanum vel í fyrri hálfleik og Björgvin auðvitað í heimsklassa í markinu. Mér fannst leikurinn vel settur upp. Byrjunarliðið virkaði vel og þó að við rúlluðum á liðinu skiluðu allir einhverju bæði í vörn og sókn. Fyrri hálfleikurinn var frábær,“ segir Einar Andri, en hvað gerðist þá í þeim síðari? „Við missum agann í fyrstu tveimur sóknunum. Við förum í tvær aðgerðir í röð eftir svona 25 sekúndur á miðað við það, að við vorum að eiga mínútu langar sóknir og velja færin vel í fyrri hálfleik. Við missum agann og taktinn úr þessu og svo voru brottvísanirnar svakalega dýrar.“Spánverjarnir voru erfiðir í sóknarleiknum í seinni hálfleik.vísir/epaArnar Freyr frábær Íslenska liðið var enn þá yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en þá fór allt í lás í sóknarleiknum. Hann var ekki góður, frekar hægur og fyrirsjáanlegur. „Það hættu allir að sækja á markið og hættu að reyna að vinna stöðuna maður á mann og draga í sig næsta varnarmann. Þá lenti þetta rosalega á Ólafi og Rúnari þar sem þeir þurftu að skjóta á markið úr erfiðum stöðum. Það er ósanngjarnt að kenna þeim um þetta. Það var bara sama hver kom inn á í seinni hálfleik það gerðist lítið og þá kom óöryggi í þetta. Menn hættu að sækja á markið, fóru í staðinn að sækja til hliðar og þá fengu Spánverjarnir hraðaupphlaup,“ segir Einar Andri. Arnar Freyr Arnarsson átti stórleik í sínum fyrsta landsleik og Björgvin var flottur í markinu. Einar Andri sér jákvæða punkta eftir fyrsta leik. „Það er ekki spurning. Björgvin Páll var í heimsklassa í leiknum og Arnar Freyr sýndi að hann verður þarna á línunni næstu fimmtán árin. Þetta var geggjuð byrjun á landsliðsferli. Það verður erfitt að finna betri fyrsta leik á heimsmeistaramóti,“ segir Einar Andri. „Varnarleikurinn var í heildina góður og Bjöggi frábær. Arnar var frábær og fyrri hálfleikurinn þó allt detti niður í seinni hálfleik. Það er alveg hægt að horfa jákvæðum augum á þetta. Við erum búnir með erfiðasta leikinn og hann var enginn skandall. Menn lögðu allt í þetta. Það er það sem við viljum,“ segir Einar Andri Einarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38 Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38
Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00