NFL: Green Bay Packers vann Dallas í stórkostlegum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 08:48 Sparkarinn Mason Crosby var hetja Green Bay Packers í nótt. Vísir/AP Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira