Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. janúar 2017 11:36 Síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík. lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn á rauða Kia Rio bílnum sem lögregla hefur óskað eftir að ná tali af í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur enn ekki gefið sig fram. Skipulögð leit lögreglu og björgunarsveita hefst í hádeginu í dag og enn er unnið að því að ná frekara myndefni úr öryggismyndavélum í miðbænum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hverfur við Laugaveg 31 „Við höfum verið að fara yfir það að afla okkur sem mestra upplýsinga úr myndavélum og reyna að afla upplýsinga um myndavélar sem ekki er vitað um. Þá höfum við sérstaklega í huga myndavélar sem kunna að beinast út úr húsum og út á götu,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var vitað um ferðir Birnu um klukkan 25 mínútur yfir fimm aðfaranótt laugardags. Þá hafði hún, samkvæmt upptökum úr eftirlitsmyndavélum, gengið ein austur Austurstræti, upp Bankastræti og Laugaveg, en á móts við hús númer 31 hverfur hún sjónum. Um sama leyti sést rauður Kia Rio aka niður Laugaveginn og hefur lögregla því beðið ökumanninn og aðra, sem kunna að hafa orðið hennar varir, að hafa samband sem fyrst. Á kortinu má sjá það sem vitað er um ferðir Birnu Brjánsdóttur.vísir/loftmyndirSérhæft björgunarfólk kallað út „Við höfum enn ekki náð sambandi við ökumanninn en hvetjum hann til að hafa samband við okkur og ræða við okkur. Það er ekki það að við grunum hann um neitt, heldur viljum við upplýsingar frá honum,“ segir Grímur. Lögregla fundaði með foreldrum Birnu í nótt og hitti svo Landsbjargarmenn í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð til þess að fara yfir hvernig skipulagðri leit verði háttað. Sérhæft björgunarsveitarfólk var kallað út á ellefta tímanum í dag en byrjað verður að leita við Laugaveg 31, þar sem Birna sást síðast. „Það var ákveðið að kalla út sérhæft björgunarfólk frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Það mun hefja leit á því svæði þar sem síðast sást til hennar og vinna sig síðan út frá því,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Aðspurður segir hann að til að byrja með verði þetta ekki fjölmennur hópur björgunarfólks. „Þetta er sérhæft björgunarsveitarfólk, þannig að við erum ekki að kalla út breiðfylkingu núna heldur að kalla út minni hópa til þess að vera með skilvirka leit á þessu svæði.“ Tilkynning Landsbjargar vegna leitarinnar að Birnu:Leitarfólk úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem mun einbeita sér að svæðinu þar sem síðast sást til Birnu og leita skipulega út frá því. Svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi og hefur síðan unnið að gagnaöflun með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem m.a. leiddi til þeirrar sameiginlegu ákvörðunar lögreglu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar að hefja leit á Birnu en laust fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð sporhunds sem bæði í miðborg Reykjavíkur og við Flatahraun í Hafnarfirði. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Ökumaðurinn á rauða Kia Rio bílnum sem lögregla hefur óskað eftir að ná tali af í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur enn ekki gefið sig fram. Skipulögð leit lögreglu og björgunarsveita hefst í hádeginu í dag og enn er unnið að því að ná frekara myndefni úr öryggismyndavélum í miðbænum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hverfur við Laugaveg 31 „Við höfum verið að fara yfir það að afla okkur sem mestra upplýsinga úr myndavélum og reyna að afla upplýsinga um myndavélar sem ekki er vitað um. Þá höfum við sérstaklega í huga myndavélar sem kunna að beinast út úr húsum og út á götu,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Síðast var vitað um ferðir Birnu um klukkan 25 mínútur yfir fimm aðfaranótt laugardags. Þá hafði hún, samkvæmt upptökum úr eftirlitsmyndavélum, gengið ein austur Austurstræti, upp Bankastræti og Laugaveg, en á móts við hús númer 31 hverfur hún sjónum. Um sama leyti sést rauður Kia Rio aka niður Laugaveginn og hefur lögregla því beðið ökumanninn og aðra, sem kunna að hafa orðið hennar varir, að hafa samband sem fyrst. Á kortinu má sjá það sem vitað er um ferðir Birnu Brjánsdóttur.vísir/loftmyndirSérhæft björgunarfólk kallað út „Við höfum enn ekki náð sambandi við ökumanninn en hvetjum hann til að hafa samband við okkur og ræða við okkur. Það er ekki það að við grunum hann um neitt, heldur viljum við upplýsingar frá honum,“ segir Grímur. Lögregla fundaði með foreldrum Birnu í nótt og hitti svo Landsbjargarmenn í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð til þess að fara yfir hvernig skipulagðri leit verði háttað. Sérhæft björgunarsveitarfólk var kallað út á ellefta tímanum í dag en byrjað verður að leita við Laugaveg 31, þar sem Birna sást síðast. „Það var ákveðið að kalla út sérhæft björgunarfólk frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Það mun hefja leit á því svæði þar sem síðast sást til hennar og vinna sig síðan út frá því,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Aðspurður segir hann að til að byrja með verði þetta ekki fjölmennur hópur björgunarfólks. „Þetta er sérhæft björgunarsveitarfólk, þannig að við erum ekki að kalla út breiðfylkingu núna heldur að kalla út minni hópa til þess að vera með skilvirka leit á þessu svæði.“ Tilkynning Landsbjargar vegna leitarinnar að Birnu:Leitarfólk úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem mun einbeita sér að svæðinu þar sem síðast sást til Birnu og leita skipulega út frá því. Svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi og hefur síðan unnið að gagnaöflun með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem m.a. leiddi til þeirrar sameiginlegu ákvörðunar lögreglu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar að hefja leit á Birnu en laust fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð sporhunds sem bæði í miðborg Reykjavíkur og við Flatahraun í Hafnarfirði.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05
Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00