Þriðja sætið enn möguleiki fyrir Ísland þökk sé Slóvenum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 18:12 Slóvenum héldu engin bönd í dag. vísir/epa Slóvenía vann auðveldan sigur á Makedóníu, 29-22, í B-riðli HM 2017 í handbolta en þessi lið eru með strákunum okkar í íslenska landsliðinu í riðli. Sigur Slóvena var kærkominn fyrir íslensku strákana en hann tryggði Slóvenum enn fremur sæti í 16 liða úrslitum, fyrst allra liða. Slóvenska liðið sýndi sparihliðarnar í dag og spilaði alveg frábæran handbolta á köflum en það var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. Hraðinn í sóknarleik Slóvena var alltof mikill fyrir Makedóníumenn og þá fengu Slóvenar mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Matevz Skok, markvörður Slóveníu, var í miklum ham og varði fjórtán skot en hann var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann varði tvö af fimm vítum sem hann fékk á sig og skoraði eitt mark yfir allan völlinn. Gasper Marguc og Marko Bezjak voru markahæstir hjá Slóveníu en þeir skoruðu báðir fjögur mörk úr fjórum skotum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með níu mörk en hann þurfti til þess 18 skot. Slóvenar eru áfram í efsta sæti B-riðilsins með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki. Spánverjar jafna þá að stigum í kvöld með sigri á Angóla en þessi tvö bestu lið riðilsins mætast í lokaumferðinni. Makedónía féll niður í þriðja sæti á markatölu með tapinu en Makedóníumenn eru með fjögur stig eftir sigra á Túnis og Angóla í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland er í fjórða sæti með eitt stig. Þökk sé þessum sigri Slóveníu er þriðja sætið enn möguleiki fyrir strákana okkar. Ísland getur komist í þrjú stig með sigri á Angóla á morgun og svo verðum við að treysta á að Spánn vinni Makedóníu á miðvikudaginn og Slóvenar taki Túnis á morgun. Ef þetta allt gengur upp, sem er frekar líklegt, verður staðan þannig að Ísland og Makedónía mætast í úrslitaleik um þriðja sætið í B-riðli á fimmtudagskvöldið. Strákarnir okkar munu mæta í þann leik eftir eins dags hvíld en Makedóníumenn eiga kvöldleik gegn Spáni á miðvikudaginn áður en kemur að leiknum gegn Íslandi um miðjan dag á fimmtudag. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Slóvenía vann auðveldan sigur á Makedóníu, 29-22, í B-riðli HM 2017 í handbolta en þessi lið eru með strákunum okkar í íslenska landsliðinu í riðli. Sigur Slóvena var kærkominn fyrir íslensku strákana en hann tryggði Slóvenum enn fremur sæti í 16 liða úrslitum, fyrst allra liða. Slóvenska liðið sýndi sparihliðarnar í dag og spilaði alveg frábæran handbolta á köflum en það var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. Hraðinn í sóknarleik Slóvena var alltof mikill fyrir Makedóníumenn og þá fengu Slóvenar mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Matevz Skok, markvörður Slóveníu, var í miklum ham og varði fjórtán skot en hann var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann varði tvö af fimm vítum sem hann fékk á sig og skoraði eitt mark yfir allan völlinn. Gasper Marguc og Marko Bezjak voru markahæstir hjá Slóveníu en þeir skoruðu báðir fjögur mörk úr fjórum skotum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með níu mörk en hann þurfti til þess 18 skot. Slóvenar eru áfram í efsta sæti B-riðilsins með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki. Spánverjar jafna þá að stigum í kvöld með sigri á Angóla en þessi tvö bestu lið riðilsins mætast í lokaumferðinni. Makedónía féll niður í þriðja sæti á markatölu með tapinu en Makedóníumenn eru með fjögur stig eftir sigra á Túnis og Angóla í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland er í fjórða sæti með eitt stig. Þökk sé þessum sigri Slóveníu er þriðja sætið enn möguleiki fyrir strákana okkar. Ísland getur komist í þrjú stig með sigri á Angóla á morgun og svo verðum við að treysta á að Spánn vinni Makedóníu á miðvikudaginn og Slóvenar taki Túnis á morgun. Ef þetta allt gengur upp, sem er frekar líklegt, verður staðan þannig að Ísland og Makedónía mætast í úrslitaleik um þriðja sætið í B-riðli á fimmtudagskvöldið. Strákarnir okkar munu mæta í þann leik eftir eins dags hvíld en Makedóníumenn eiga kvöldleik gegn Spáni á miðvikudaginn áður en kemur að leiknum gegn Íslandi um miðjan dag á fimmtudag.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira