Þriðja sætið enn möguleiki fyrir Ísland þökk sé Slóvenum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 18:12 Slóvenum héldu engin bönd í dag. vísir/epa Slóvenía vann auðveldan sigur á Makedóníu, 29-22, í B-riðli HM 2017 í handbolta en þessi lið eru með strákunum okkar í íslenska landsliðinu í riðli. Sigur Slóvena var kærkominn fyrir íslensku strákana en hann tryggði Slóvenum enn fremur sæti í 16 liða úrslitum, fyrst allra liða. Slóvenska liðið sýndi sparihliðarnar í dag og spilaði alveg frábæran handbolta á köflum en það var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. Hraðinn í sóknarleik Slóvena var alltof mikill fyrir Makedóníumenn og þá fengu Slóvenar mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Matevz Skok, markvörður Slóveníu, var í miklum ham og varði fjórtán skot en hann var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann varði tvö af fimm vítum sem hann fékk á sig og skoraði eitt mark yfir allan völlinn. Gasper Marguc og Marko Bezjak voru markahæstir hjá Slóveníu en þeir skoruðu báðir fjögur mörk úr fjórum skotum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með níu mörk en hann þurfti til þess 18 skot. Slóvenar eru áfram í efsta sæti B-riðilsins með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki. Spánverjar jafna þá að stigum í kvöld með sigri á Angóla en þessi tvö bestu lið riðilsins mætast í lokaumferðinni. Makedónía féll niður í þriðja sæti á markatölu með tapinu en Makedóníumenn eru með fjögur stig eftir sigra á Túnis og Angóla í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland er í fjórða sæti með eitt stig. Þökk sé þessum sigri Slóveníu er þriðja sætið enn möguleiki fyrir strákana okkar. Ísland getur komist í þrjú stig með sigri á Angóla á morgun og svo verðum við að treysta á að Spánn vinni Makedóníu á miðvikudaginn og Slóvenar taki Túnis á morgun. Ef þetta allt gengur upp, sem er frekar líklegt, verður staðan þannig að Ísland og Makedónía mætast í úrslitaleik um þriðja sætið í B-riðli á fimmtudagskvöldið. Strákarnir okkar munu mæta í þann leik eftir eins dags hvíld en Makedóníumenn eiga kvöldleik gegn Spáni á miðvikudaginn áður en kemur að leiknum gegn Íslandi um miðjan dag á fimmtudag. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Slóvenía vann auðveldan sigur á Makedóníu, 29-22, í B-riðli HM 2017 í handbolta en þessi lið eru með strákunum okkar í íslenska landsliðinu í riðli. Sigur Slóvena var kærkominn fyrir íslensku strákana en hann tryggði Slóvenum enn fremur sæti í 16 liða úrslitum, fyrst allra liða. Slóvenska liðið sýndi sparihliðarnar í dag og spilaði alveg frábæran handbolta á köflum en það var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. Hraðinn í sóknarleik Slóvena var alltof mikill fyrir Makedóníumenn og þá fengu Slóvenar mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Matevz Skok, markvörður Slóveníu, var í miklum ham og varði fjórtán skot en hann var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann varði tvö af fimm vítum sem hann fékk á sig og skoraði eitt mark yfir allan völlinn. Gasper Marguc og Marko Bezjak voru markahæstir hjá Slóveníu en þeir skoruðu báðir fjögur mörk úr fjórum skotum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með níu mörk en hann þurfti til þess 18 skot. Slóvenar eru áfram í efsta sæti B-riðilsins með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki. Spánverjar jafna þá að stigum í kvöld með sigri á Angóla en þessi tvö bestu lið riðilsins mætast í lokaumferðinni. Makedónía féll niður í þriðja sæti á markatölu með tapinu en Makedóníumenn eru með fjögur stig eftir sigra á Túnis og Angóla í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland er í fjórða sæti með eitt stig. Þökk sé þessum sigri Slóveníu er þriðja sætið enn möguleiki fyrir strákana okkar. Ísland getur komist í þrjú stig með sigri á Angóla á morgun og svo verðum við að treysta á að Spánn vinni Makedóníu á miðvikudaginn og Slóvenar taki Túnis á morgun. Ef þetta allt gengur upp, sem er frekar líklegt, verður staðan þannig að Ísland og Makedónía mætast í úrslitaleik um þriðja sætið í B-riðli á fimmtudagskvöldið. Strákarnir okkar munu mæta í þann leik eftir eins dags hvíld en Makedóníumenn eiga kvöldleik gegn Spáni á miðvikudaginn áður en kemur að leiknum gegn Íslandi um miðjan dag á fimmtudag.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira