Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Kolbeinn Tumi Daðason, Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 17. janúar 2017 15:12 Bíllinn dreginn af bílastæðinu við Hlíðarsmára. Vísir Tæknideild lögreglu sótti í hádeginu í dag rauða Kia Rio-bifreið sem var í leigu hjá starfsmanni fyrirtækis í Hlíðarsmáranum í Kópavogi. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær en hafði hann ekki til umráða um helgina. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu höfðu erlendir ríkisborgarar tekið bílinn á leigu seinni partinn á föstudegi og skiluðu þeir honum af sér á laugardegi. Fram hefur komið að rauð Kia Rio-bifreið sást á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast, klukkan 5:25 að morgni laugardags. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Skór sem taldir eru vera hennar fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Bíllinn er fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015, sem passar við þá bifreið sem lögreglan hefur verið að leita að. Bíllinn var áður talinn þriggja dyra en lögregla hefur áréttað að um fimm dyra bíl sé að ræða.Þurfa mögulega að leggja hald á fleiri bíla Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á bílinni í tengslum við rannsóknina en vill ekkert segja varðandi það hver var með bílinn á leigu og hvenær. Þá segir hann aðspurður að enginn hafi réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann útilokar ekki að ökumaður bílsins sem lögreglan leitar enn að sé farinn úr landi. Alls eru 126 rauðir Kia Rio-bílar af þessari gerð á landinu. Grímur segir mögulegt að lögreglan þurfi að leggja hald á fleiri bíla í tengslum við rannsóknina. „Það er alveg mögulegt að við þurfum að leggja hald á einn eða tvo eða fleiri í þessari rannsókn til að staðfesta eitthvað eða til að staðfesta að einhver grunur sé ekki eins og við höfum haldið. Þessi bíll er hluti af rannsókn málsins en ég get ekkert staðfest meira en það, hvort það hafi verið einhverjar vísbendingar í bílnum,“ segir Grímur. Lögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Tæknideild lögreglu sótti í hádeginu í dag rauða Kia Rio-bifreið sem var í leigu hjá starfsmanni fyrirtækis í Hlíðarsmáranum í Kópavogi. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær en hafði hann ekki til umráða um helgina. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu höfðu erlendir ríkisborgarar tekið bílinn á leigu seinni partinn á föstudegi og skiluðu þeir honum af sér á laugardegi. Fram hefur komið að rauð Kia Rio-bifreið sást á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum um það leyti sem Birna Brjánsdóttir sást síðast, klukkan 5:25 að morgni laugardags. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Skór sem taldir eru vera hennar fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Bíllinn er fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015, sem passar við þá bifreið sem lögreglan hefur verið að leita að. Bíllinn var áður talinn þriggja dyra en lögregla hefur áréttað að um fimm dyra bíl sé að ræða.Þurfa mögulega að leggja hald á fleiri bíla Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, staðfestir að lögreglan hafi lagt hald á bílinni í tengslum við rannsóknina en vill ekkert segja varðandi það hver var með bílinn á leigu og hvenær. Þá segir hann aðspurður að enginn hafi réttarstöðu sakbornings í málinu. Hann útilokar ekki að ökumaður bílsins sem lögreglan leitar enn að sé farinn úr landi. Alls eru 126 rauðir Kia Rio-bílar af þessari gerð á landinu. Grímur segir mögulegt að lögreglan þurfi að leggja hald á fleiri bíla í tengslum við rannsóknina. „Það er alveg mögulegt að við þurfum að leggja hald á einn eða tvo eða fleiri í þessari rannsókn til að staðfesta eitthvað eða til að staðfesta að einhver grunur sé ekki eins og við höfum haldið. Þessi bíll er hluti af rannsókn málsins en ég get ekkert staðfest meira en það, hvort það hafi verið einhverjar vísbendingar í bílnum,“ segir Grímur. Lögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47