Lögregla rannsakar nýja upptöku: Rauðum bíl ekið flóttalega í Garðabæ mínútum eftir að slökkt var á farsíma Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 16:00 Rúmlega þrír kílómetrar eru frá svæðinu í kringum mastrið í Hafnarfirði og að áhaldageymslunni við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Loftmyndir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að lögregla hafi myndskeið frá þessum tíma og svæði undir höndum. Samkvæmt heimildum Vísis virðist af myndskeiðinu sem ökumanni bifreiðarinnar bregði þegar hann verður var við að ljós kviknar á eftirlitsmyndavélinni þegar hún greinir hreyfingu. Má merkja það á aksturslagi bifreiðarinnar sem ekið er skyndilega á brott.Áhaldageymsla GKG með Vífilstaðaspítala í baksýn.Vísir/ErnirLögðu hald á rauða Kia Rio bifreiðEins og Vísir greindi frá í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið í hádeginu í dag sem hafði verið í leigu hjá starfsmanni verktakafyrirtækis í Hlíðarsmára. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær, mánudag, en hafði hann ekki í umsjá sinni um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis var bíllinn í leigu hjá erlendum ríkisborgurum frá því seinni part föstudags til laugardags. Grímur segir engan hafa réttarstöðu sakbornings á þessu stigi málsins en málið í algjörum forgangi.Áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Eftirlitsmyndavélin sést undir þakskegginu.Vísir/ErnirLögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum klukkan 5:50. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5:53 á laugardagsmorgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að lögregla hafi myndskeið frá þessum tíma og svæði undir höndum. Samkvæmt heimildum Vísis virðist af myndskeiðinu sem ökumanni bifreiðarinnar bregði þegar hann verður var við að ljós kviknar á eftirlitsmyndavélinni þegar hún greinir hreyfingu. Má merkja það á aksturslagi bifreiðarinnar sem ekið er skyndilega á brott.Áhaldageymsla GKG með Vífilstaðaspítala í baksýn.Vísir/ErnirLögðu hald á rauða Kia Rio bifreiðEins og Vísir greindi frá í dag lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið í hádeginu í dag sem hafði verið í leigu hjá starfsmanni verktakafyrirtækis í Hlíðarsmára. Umræddur starfsmaður tók bílinn á leigu í gær, mánudag, en hafði hann ekki í umsjá sinni um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis var bíllinn í leigu hjá erlendum ríkisborgurum frá því seinni part föstudags til laugardags. Grímur segir engan hafa réttarstöðu sakbornings á þessu stigi málsins en málið í algjörum forgangi.Áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Eftirlitsmyndavélin sést undir þakskegginu.Vísir/ErnirLögreglan gengur út frá því og miðar það við símagögn að Birna hafi farið upp í bíl í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags, þegar seinast sást til hennar á Laugavegi, og farið með bílnum áleiðis til Hafnarfjarðar þar síminn hennar næst á merki við Flatahraun áður en einhver slekkur á honum klukkan 5:50. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvar í miðbænum hún fór upp í bílinn.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45 Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 12:45
Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12