Bretar bjartsýnir á samninga við Íslendinga eftir BREXIT Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2017 19:39 Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin. Brexit Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Breski sendiherrann á Íslandi segir að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi ekki að hafa neikvæð áhrif á samskipti þeirra við Ísland. Forsætisráðherra Bretlands segir stefnt að fullri úrsögn úr Evrópusambandinu þannig að Bretar verði ekki hálfgildings meðlimir að því í framtíðinni. Theresa May greindi frá tólf liða áætlun ríkisstjórnar hennar um samningsmarkmið Breta í viðræðum við Evrópusambandið við útgöngu úr sambandinu í ræðu í Lundúnum í dag þar sem sendiherrar allra hinna Evrópusambandsríkjanna voru meðal áheyrenda. Hún sagði Breta vilja djarfan og metnaðarfullan fríverslunarsamning við Evrópusambandið að lokinni útgöngu. „Þessi samningur ætti að gera ráð fyrir eins frjálsum viðskiptum og hægt er,bæði hvað vörur og þjónustu varðar, á milli Bretlands og aðildarríkja ESB. Hann ætti að gefa breskum fyrirtækjum hámarksfrelsi til að versla við og starfa innan evrópska markaðarins og leyfa evrópskum fyrirtækjum að gera það sama í Bretlandi. En ég vil að það komi skýrt fram að það sem ég legg til getur ekki þýtt aðild að innri markaðnum,“ sagði May. Forsætisráðherrann sagði lokasamning landsins við Evrópusambandið um úrsögn úr sambandinu verða lagðan fyrir báðar deildir breska þingsins til staðfestingar eða synjunar. Þá vonaðist hún til að England, Skotland, Wales og Norður Írland gætu sameinast um hagsmuni sína eftir úrsögnina og frjálsar ferðir fólks milli Írska lýðveldisins og Bretlands yrðu tryggðar. „Og þar sem við verðum ekki lengur aðilar að hinum innra markaði þurfum við ekki að leggja fram háar upphæðir til Evrópusambandsins,“ sagði forsætisráðherrann breski. Úrsögnin þýddi að Bretar fengju fulla stjórn á málefnum innflytjenda til landsins en það muni ekki leiða til þess að innflytjendur verði ekki áfram velkomnir til Bretlands, sérstaklega fólk með góða menntun.Munu ekki sætta sig við refsisamning „Samt veit ég að það eru raddir sem kalla eftir refsisamningi sem hegnir Bretlandi og letur önnur ríki til að fara sömu leið. Það væri hörmulegur sjálfsskaði fyrir ríki Evrópu og það væri ekki vinabragð. Bretar myndu ekki, og við gætum ekki sætt okkur við slíka nálgun,“ sagði May. Eftir að Bretar hafa virkjað 50. greinina í aðildarsáttmálanum að Evrópusambandinu í lok mars á þessu ári, verður í nógu að snúast hjá bresku utanríkisþjónustunni í alls kyns samningagerð við önnur ríki, meðal annars við Íslendinga. Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi telur að samband Íslendinga og Breta eigi að geta orðið gott í framtíðinni þar sem forsætisráðherrann boði fríverslunarsamninga við önnur ríki. „Og þessi nýja ríkisstjórn sem er komin til valda á Íslandi virðist vera á svipuðu máli svo ég sé ekki fram á nein vandamál fram undan, eftir Brexit. Við þurfum frekar að líta á hvernig við getum náð lengra og byggt á þeim sterku tengslum sem við höfum hvað varðar viðskipti og menntun og svo framvegis,“ segir sendiherrann. Íslendingar eru bæði aðilar að EES samningnum og EFTA en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar muni semja beint við Íslendinga eða við EES og eða EFTA ríkin saman. En sendiherrann fundaði með nýjum utanríkisráðherra Íslands í dag. „Það jákvæða sem ég get skýrt frá í London er að Íslendingar eru reiðubúnir að skuldbinda sig og báðir aðilar, Íslendingar og Bretar, verða að ákveða hvernig það verður gert. Það getur verið komið undir vilja hvors aðila um hve langt skal ganga,“ sagði Michael Nevin.
Brexit Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent