Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2017 10:25 Grænlenska fiskitogarans Polar Nanoq er að vænta klukkan 23 í kvöld. Hann mun leggjast að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn, þaðan sem hann fór seint á laugardagskvöld. Þetta staðfestir hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar í samtali við Vísi. Togaranum var snúið við í gær að beiðni lögreglunnar hér á landi. Einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögreglan hafði lýst eftir ökumanni slíkrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Samskonar bíll sást á Laugavegi um það bil sem Birna hvarf og þá sást hann einnig á eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn um svipað leyti og slökkt var handvirkt á farsíma Birnu, en það á að hafa verið gert í Hafnarfirði. Lögregla lagði hald á rauðan Kia Rio við Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu í gær. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð hafi réttarstöðu grunaðs manns. Polar Seafood, útgerð togarans, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að engin kæra hafi verið lögð fram gegn skipverjum, og sagðist heita því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. „Íslenska lögreglan hefur nú til rannsóknar hvort einn eða fleiri í áhöfn togarans Polar Nanoq geti veitt upplýsingar um unga konu sem er leitað. Þegar við komumst að því að íslenska lögreglan hefði greint mögulega tengingu milli hvarfs ungu konunnar og togarans Polar Nanoq, sendum við strax boð um að togaranum skyldi snúið aftur til Íslands og settum okkur þegar í samband við yfirvöld. Við komum til með að veita íslenskum yfirvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa þetta sorglega mál. Við áréttum að sem stendur eru engar sannanir fyrir nokkurs konar tengingu og þar af leiðandi hefur engin kæra verið lögð fram á hendur nokkrum í áhöfninni,“ segir í yfirlýsingunni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Grænlenska fiskitogarans Polar Nanoq er að vænta klukkan 23 í kvöld. Hann mun leggjast að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn, þaðan sem hann fór seint á laugardagskvöld. Þetta staðfestir hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar í samtali við Vísi. Togaranum var snúið við í gær að beiðni lögreglunnar hér á landi. Einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögreglan hafði lýst eftir ökumanni slíkrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Samskonar bíll sást á Laugavegi um það bil sem Birna hvarf og þá sást hann einnig á eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn um svipað leyti og slökkt var handvirkt á farsíma Birnu, en það á að hafa verið gert í Hafnarfirði. Lögregla lagði hald á rauðan Kia Rio við Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu í gær. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð hafi réttarstöðu grunaðs manns. Polar Seafood, útgerð togarans, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að engin kæra hafi verið lögð fram gegn skipverjum, og sagðist heita því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. „Íslenska lögreglan hefur nú til rannsóknar hvort einn eða fleiri í áhöfn togarans Polar Nanoq geti veitt upplýsingar um unga konu sem er leitað. Þegar við komumst að því að íslenska lögreglan hefði greint mögulega tengingu milli hvarfs ungu konunnar og togarans Polar Nanoq, sendum við strax boð um að togaranum skyldi snúið aftur til Íslands og settum okkur þegar í samband við yfirvöld. Við komum til með að veita íslenskum yfirvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa þetta sorglega mál. Við áréttum að sem stendur eru engar sannanir fyrir nokkurs konar tengingu og þar af leiðandi hefur engin kæra verið lögð fram á hendur nokkrum í áhöfninni,“ segir í yfirlýsingunni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39 Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Grímur Grímsson: „Ég hvet til þess að það sé ekki einhver múgæsingur“ Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna hafa fengið mikið af ábendingum frá almenningi. 18. janúar 2017 09:39
Enginn úr áhöfn Polar Nanoq handtekinn Lögreglan hefur engan yfirheyrt með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 00:17