Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Arnar Björnsson skrifar 18. janúar 2017 20:00 Strákarnir okkar eru klárir í slaginn gegn harðskörpum Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar hér í Metz annað kvöld. Þeir ætla svo sannarlega að leggja allt í sölurnar. Besti maður Makedóna, Kiril Lazarov, er búinn að skora flest mörk í keppninni eða 31 í 46 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til hans, en þeir léku saman hjá Barcelona. „Hann er ein af bestu hægri skyttunum í boltanum, alveg klárlega. Hann er þekktur fyrir sinn sóknarleik en minna fyrir varnarleikinn. Hann er klárlega sá maður sem við þurfum að stöðva og hafa góðar gætur á,“ segir Guðjón. Hverjir eru veikleikar hans? „Varnarleikur. Hann hefur nú varla spilað vörn síðustu ár en hann er með gríðarlega gott auga og frábær skotmaður. Það er erfitt að finna veikleika í hans sóknarleik en við þurfum að setja pressu á hann þannig að hann fái eins lítinn tíma og hægt er.“ Lino Cervar, þjálfari Makedóna, hefur verið óhræddur við að taka markvörð liðsins af velli og spila með sjö leikmenn í sókninni. „Þetta er vopn sem er búið að vera að beita mjög mikið. Þetta gekk samt ekki upp hjá Makedóníu á móti Slóveníu. Þetta er tvíeggja sverð. Við þurfum samt að undirbúa okkur fyrir þetta. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands. Kiril Lazarov er besti maður Makedóníu og hættulegastur í sókninni en eru fleiri sem þarf að passa sig á? „Þeir eru með Manaskov í horninu sem spilar á móti Guðjóni Val í Rhein-Neckar Löwen og svo er línumaðurinn sömuleiðis mjög öflugur. Þetta er borið upp af fjórum til fimm leikmönnum hjá þeim. Það eru fjórir leikmenn búnir að skora 70 prósent af mörkunum þeirra,“ segir Geir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Strákarnir okkar eru klárir í slaginn gegn harðskörpum Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar hér í Metz annað kvöld. Þeir ætla svo sannarlega að leggja allt í sölurnar. Besti maður Makedóna, Kiril Lazarov, er búinn að skora flest mörk í keppninni eða 31 í 46 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til hans, en þeir léku saman hjá Barcelona. „Hann er ein af bestu hægri skyttunum í boltanum, alveg klárlega. Hann er þekktur fyrir sinn sóknarleik en minna fyrir varnarleikinn. Hann er klárlega sá maður sem við þurfum að stöðva og hafa góðar gætur á,“ segir Guðjón. Hverjir eru veikleikar hans? „Varnarleikur. Hann hefur nú varla spilað vörn síðustu ár en hann er með gríðarlega gott auga og frábær skotmaður. Það er erfitt að finna veikleika í hans sóknarleik en við þurfum að setja pressu á hann þannig að hann fái eins lítinn tíma og hægt er.“ Lino Cervar, þjálfari Makedóna, hefur verið óhræddur við að taka markvörð liðsins af velli og spila með sjö leikmenn í sókninni. „Þetta er vopn sem er búið að vera að beita mjög mikið. Þetta gekk samt ekki upp hjá Makedóníu á móti Slóveníu. Þetta er tvíeggja sverð. Við þurfum samt að undirbúa okkur fyrir þetta. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands. Kiril Lazarov er besti maður Makedóníu og hættulegastur í sókninni en eru fleiri sem þarf að passa sig á? „Þeir eru með Manaskov í horninu sem spilar á móti Guðjóni Val í Rhein-Neckar Löwen og svo er línumaðurinn sömuleiðis mjög öflugur. Þetta er borið upp af fjórum til fimm leikmönnum hjá þeim. Það eru fjórir leikmenn búnir að skora 70 prósent af mörkunum þeirra,“ segir Geir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15
Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00
Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00