VG og Framsókn stilla saman strengi sína Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2017 12:24 Katrín segir að VG, Framsókn og Samfylkingin hafi fundið það í fjárlagaumræðum að flokkarnir ættu ýmislegt sameiginlegt. vísir/ernir Forystumenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa átt í óformlegum viðræðum milli jóla og nýárs um mögulegt samstarf. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að menn séu fyrst og fremst að ræða um sameiginleg stefnumál en ekki sé verið að undirbúa nýtt tilboð í stjórnarmyndun.Morgunblaðið greinir frá þessum viðræðum í dag en þar fullyrt að forystumenn flokkanna tveggja séu skoða nýtt tilboð til sjálfstæðismanna um myndun ríkisstjórnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að viðræðurnar séu fyrst og fremst óformlegar. „Við í VG höfum átt samtöl við bæði Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna milli jóla og nýárs um hvaða félagslegu áherslur þessir flokkar eiga sameiginlegast. Hugsunin er kannski sú að Framsókn hefur auðvitað ekki átt aðild að viðræðum hingað til og þessir þrír flokkar fundu það í fjárlagaumræðum að það voru ákveðnir þættir sem þeir áttu sameiginlegt. Þannig að við höfum meira verið í slíku óformlegu samtali,“ segir Katrín. „Þetta hafa meira verið óformleg samtöl um hvaða málefni þessir flokkar eru sammála um. Hvort sem það er saman í stjórnarandstöðu eða hugsanlega einhverri stjórn. Þannig að þetta hefur verið meira á því stigi,“ bætir hún við. Aðspurð hvort það sé grundvöllur fyrir samstarfi í stjórnarandstöðu eða ríkisstjórn, af samtölum flokkanna að dæma, segir Katrín að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. „Ég held að þessir flokkar eigi margt sameiginlegt þegar kemur að áherslum á sviði félagslegs jafnaðar og uppbyggingu velferðarkerfis.“ Kosningar 2016 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Forystumenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa átt í óformlegum viðræðum milli jóla og nýárs um mögulegt samstarf. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að menn séu fyrst og fremst að ræða um sameiginleg stefnumál en ekki sé verið að undirbúa nýtt tilboð í stjórnarmyndun.Morgunblaðið greinir frá þessum viðræðum í dag en þar fullyrt að forystumenn flokkanna tveggja séu skoða nýtt tilboð til sjálfstæðismanna um myndun ríkisstjórnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að viðræðurnar séu fyrst og fremst óformlegar. „Við í VG höfum átt samtöl við bæði Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna milli jóla og nýárs um hvaða félagslegu áherslur þessir flokkar eiga sameiginlegast. Hugsunin er kannski sú að Framsókn hefur auðvitað ekki átt aðild að viðræðum hingað til og þessir þrír flokkar fundu það í fjárlagaumræðum að það voru ákveðnir þættir sem þeir áttu sameiginlegt. Þannig að við höfum meira verið í slíku óformlegu samtali,“ segir Katrín. „Þetta hafa meira verið óformleg samtöl um hvaða málefni þessir flokkar eru sammála um. Hvort sem það er saman í stjórnarandstöðu eða hugsanlega einhverri stjórn. Þannig að þetta hefur verið meira á því stigi,“ bætir hún við. Aðspurð hvort það sé grundvöllur fyrir samstarfi í stjórnarandstöðu eða ríkisstjórn, af samtölum flokkanna að dæma, segir Katrín að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt. „Ég held að þessir flokkar eigi margt sameiginlegt þegar kemur að áherslum á sviði félagslegs jafnaðar og uppbyggingu velferðarkerfis.“
Kosningar 2016 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira