Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 15:23 Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér sem formaður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum sem birt var á vef KSÍ rétt í þessu en þar segist Geir stoltur af starfi sínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu. Þá biður hann samstarfsfólk sitt hjá sambandinu, aðildarfélög þess og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun hans og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson lýsti yfir framboði til formanns í nóvember síðastliðnum og í kjölfarið lýsti Geir því yfir að hann ætlaði áfram að sækjast eftir formennsku í sambandinu. Um tveimur vikum síðar greindi Vísir frá því að Björn Einarsson, formaður Víkings, væri að íhuga framboð til formanns KSÍ en í gær sagði Fótbolti.net frá því að Björn myndi gera það upp við sig á næstu dögum hvort hann fer fram eða ekki. Yfirlýsingu Geirs þess efnis að hann hyggst ekki halda áfram sem formaður KSÍ má sjá í heild sinni hér að neðan.Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ.Eitt leiddi af öðru og um áramótin 1992-93 hóf ég störf á skrifstofu KSÍ, en þá hafði Eggert Magnússon tekið við formennsku KSÍ. Ég tók síðan við sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997 og hef verið formaður síðan 2007. Um þessi áramót hef ég staðið vaktina fyrir KSÍ samfellt í tæpan aldarfjórðung.Starfið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt en um leið krefjandi. Góðir stjórnunarhættir kalla á endurnýjun í forystu samtaka eins og KSÍ. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs á næsta ársþingi og bið samstarfsfólk í KSÍ, aðildarfélög KSÍ og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun mína og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ég er stoltur af starfi mínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu og hef ávallt haft hagsmuni heildarinnar í huga.Knattspyrnusamband Íslands stendur nú - utan sem innan vallar - öflugara en nokkru sinni fyrr. KSÍ Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér sem formaður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum sem birt var á vef KSÍ rétt í þessu en þar segist Geir stoltur af starfi sínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu. Þá biður hann samstarfsfólk sitt hjá sambandinu, aðildarfélög þess og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun hans og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson lýsti yfir framboði til formanns í nóvember síðastliðnum og í kjölfarið lýsti Geir því yfir að hann ætlaði áfram að sækjast eftir formennsku í sambandinu. Um tveimur vikum síðar greindi Vísir frá því að Björn Einarsson, formaður Víkings, væri að íhuga framboð til formanns KSÍ en í gær sagði Fótbolti.net frá því að Björn myndi gera það upp við sig á næstu dögum hvort hann fer fram eða ekki. Yfirlýsingu Geirs þess efnis að hann hyggst ekki halda áfram sem formaður KSÍ má sjá í heild sinni hér að neðan.Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ.Eitt leiddi af öðru og um áramótin 1992-93 hóf ég störf á skrifstofu KSÍ, en þá hafði Eggert Magnússon tekið við formennsku KSÍ. Ég tók síðan við sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997 og hef verið formaður síðan 2007. Um þessi áramót hef ég staðið vaktina fyrir KSÍ samfellt í tæpan aldarfjórðung.Starfið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt en um leið krefjandi. Góðir stjórnunarhættir kalla á endurnýjun í forystu samtaka eins og KSÍ. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs á næsta ársþingi og bið samstarfsfólk í KSÍ, aðildarfélög KSÍ og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun mína og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ég er stoltur af starfi mínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu og hef ávallt haft hagsmuni heildarinnar í huga.Knattspyrnusamband Íslands stendur nú - utan sem innan vallar - öflugara en nokkru sinni fyrr.
KSÍ Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30
Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13