Umfjöllun: Ísland - Egyptaland 30-27 | Góð byrjun í Bygma bikarnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2017 18:45 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk. vísir/ernir Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur á Bygma Cup. Íslendingar mæta Ungverjum á morgun og Dönum á sunnudaginn. Eftir viku hefur Ísland svo leik á HM í Frakklandi. Íslensku strákarnir byrjuðu báða hálfleikina illa í leiknum í dag en sýndu styrk og náðu að landa þriggja marka sigri. Aron Rafn Eðvarðsson átti stóran þátt í því en hann varði 17 skot (47%) eftir að hann kom í íslenska markið eftir um 10 mínútna leik. Íslenska vörnin var hripleik í upphafi leiks. Egyptar skoruðu að vild, alls níu mörk á fyrstu 11 mínútum leiksins. Íslendingar voru staðir í vörninni og náðu aldrei að brjóta. Þá var markvarslan engin. Sóknarleikurinn var sem betur fer í lagi þótt mistökin væru full mörg. Í stöðunni 4-8 fyrir Egypta tók Geir Sveinsson leikhlé og lét sína menn heyra það. Það virtist vekja íslensku strákana af værum blundi. Þeir þéttu vörnina og héldu m.a. hreinu í átta mínútur samfleytt um miðbik fyrri hálfleiks. Aron Rafn átti einnig flotta innkomu og varði sjö af þeim 13 skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (54%). Geir rúllaði vel á íslenska liðinu í dag og allir leikmenn á skýrslu, fyrir utan Bjarka Má Gunnarsson, fengu að spila. Ungu strákarnir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson fengu mikinn spiltíma og stóðust prófið. Þeir gerðu vissulega sín mistök en voru óhræddir og sýndu að þeir ætla sér með til Frakklands. Staðan í hálfleik var 13-14, Egyptum í vil. Með örlítið meiri yfirvegun hefði staða Íslands verið hagstæðari. Ómar Ingi jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Egyptar svöruðu með þremur mörkum í röð. Íslenska vörnin var þó fljót að finna taktinn á nýjan leik og Aron Rafn fór aftur að verja í markinu. Í sókninni brá fyrir laglegu spili og Ísland breytti stöðunni úr 17-19 í 20-19 um miðbik seinni hálfleiks. Egyptar komust yfir, 21-22, þegar 13 mínútur voru eftir. Það var í síðasta sinn sem þeir höfðu forystuna í leiknum. Íslenska liðið sýndi styrk á lokakaflanum og vann að lokum þriggja marka sigur, 30-27. Ómar Ingi og Ólafur Guðmundsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson skiptu hálfleikjunum á milli sín og skoruðu báðir fimm mörk úr vinstra horninu. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að stærstum hluta verið góður eftir að Geir tók við því. Í leiknum í dag fékk Ísland hins vegar miklu fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (10) en í síðustu leikjum. Það er afar jákvæð þróun og verður spennandi að sjá hvort það sama verður uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í Skjern á morgun. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur á Bygma Cup. Íslendingar mæta Ungverjum á morgun og Dönum á sunnudaginn. Eftir viku hefur Ísland svo leik á HM í Frakklandi. Íslensku strákarnir byrjuðu báða hálfleikina illa í leiknum í dag en sýndu styrk og náðu að landa þriggja marka sigri. Aron Rafn Eðvarðsson átti stóran þátt í því en hann varði 17 skot (47%) eftir að hann kom í íslenska markið eftir um 10 mínútna leik. Íslenska vörnin var hripleik í upphafi leiks. Egyptar skoruðu að vild, alls níu mörk á fyrstu 11 mínútum leiksins. Íslendingar voru staðir í vörninni og náðu aldrei að brjóta. Þá var markvarslan engin. Sóknarleikurinn var sem betur fer í lagi þótt mistökin væru full mörg. Í stöðunni 4-8 fyrir Egypta tók Geir Sveinsson leikhlé og lét sína menn heyra það. Það virtist vekja íslensku strákana af værum blundi. Þeir þéttu vörnina og héldu m.a. hreinu í átta mínútur samfleytt um miðbik fyrri hálfleiks. Aron Rafn átti einnig flotta innkomu og varði sjö af þeim 13 skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik (54%). Geir rúllaði vel á íslenska liðinu í dag og allir leikmenn á skýrslu, fyrir utan Bjarka Má Gunnarsson, fengu að spila. Ungu strákarnir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson fengu mikinn spiltíma og stóðust prófið. Þeir gerðu vissulega sín mistök en voru óhræddir og sýndu að þeir ætla sér með til Frakklands. Staðan í hálfleik var 13-14, Egyptum í vil. Með örlítið meiri yfirvegun hefði staða Íslands verið hagstæðari. Ómar Ingi jafnaði metin í 14-14 í upphafi seinni hálfleiks en Egyptar svöruðu með þremur mörkum í röð. Íslenska vörnin var þó fljót að finna taktinn á nýjan leik og Aron Rafn fór aftur að verja í markinu. Í sókninni brá fyrir laglegu spili og Ísland breytti stöðunni úr 17-19 í 20-19 um miðbik seinni hálfleiks. Egyptar komust yfir, 21-22, þegar 13 mínútur voru eftir. Það var í síðasta sinn sem þeir höfðu forystuna í leiknum. Íslenska liðið sýndi styrk á lokakaflanum og vann að lokum þriggja marka sigur, 30-27. Ómar Ingi og Ólafur Guðmundsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Bjarki Már Elísson og Guðjón Valur Sigurðsson skiptu hálfleikjunum á milli sín og skoruðu báðir fimm mörk úr vinstra horninu. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að stærstum hluta verið góður eftir að Geir tók við því. Í leiknum í dag fékk Ísland hins vegar miklu fleiri mörk úr hraðaupphlaupum (10) en í síðustu leikjum. Það er afar jákvæð þróun og verður spennandi að sjá hvort það sama verður uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í Skjern á morgun.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira