Fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva sagt upp störfum Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2016 18:45 Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Um fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva um allt land, eða rúmlega átta hundruð manns, hefur verið sagt upp störfum á síðustu vikum vegna hráefnisskorts og um fjögur hundruð manns til viðbótar hafa óskað eftir bótum vegna tekjuskerðingar. Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. Þetta kemur fram í minnisblaði Vinnumálastofnunar vegna uppsagna fiskvinnslufólks. Sjómannaverkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og eru flest fiskvinnslufyrirtæki byrjuð að glíma við hráefnisskort vegna þessa. Alls höfðu 832 umsóknir um atvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun síðdegis í gær en um er að ræða starfsfólk hjá þrjátíu fiskvinnslufyrirtækjum. Þá hafa öll stærstu fiskvinnslufyrirtæki landsins verið í sambandi við stofnunina á undanförnum dögum og sent inn tilkynningar um frekari uppsagnir. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir því viðbúið að þessi hópur muni stækka á næstu dögum. „Þetta eru eitthvað um fjögur þúsund manns sem eru starfandi við fiskvinnslu á landinu og flest af þessum fyrirtækjum eru stopp. Svo það má alveg búast við því að þessi hópur stækki,“ segir Gissur. Konur eru um 55 prósent þeirra sem um ræðir og karlar 45 prósent. Rúmlega helmingur er með íslenskt ríkisfang, 36 prósent pólskt og 13 prósent af öðru þjóðerni. Atvinnuleysistryggingasjóður mun greiða að meðaltali um 10 milljónir á dag í bætur vegna þessa. Gissur segir að staða fólks sé afar misjöfn. „Flestir eru auðvitað með fullan bótarétt og fá greiddar bætur í samræmi við það en það eru líka dæmi þess að menn eru með minna og jafnvel ekki neitt" Fiskvinnslufyrirtækin hafa ekki einungis beitt uppsögnum til að bregðast við hráefnisskorti. Í sumum tilvikum hafa fyrirtækin kosið að halda fólki á launum en fengið sérstakt mótframlag frá Vinnumálastofnun til að draga úr launaskerðingu. Gissur segir að þessi leið sé mun betri fyrir starfsfólkið en um fjögur hundruð manns hafa þegar sótt um mótframlag. „Þegar upp er staðið þá er það hagfelldara fyrir starfsfólkið og auðvitað er ekki hægt að líta á þetta sem hefðbundið atvinnuleysi. Við erum ekki að fara að bjóða þessu fólki önnur störf a.m.k ekki strax af því að við lítum svo á að það muni vonandi hverfa sem fyrst til sinna fyrri starfa að nýju,“ segir Gissur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00
Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. 29. desember 2016 18:45