Gleymdu þeir alveg skotinu hans Kareem Abdul-Jabbar? | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 17:00 Hið fræga skot Kareem Abdul-Jabbar. Vísir/Getty Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað „skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur. Tim Duncan var þekktur fyrir að láta verkin tala inn á vellinum, sannkallaður sigurvegari og liðsmaður, laus við öll látalæti og hann frægasta skot var að setja hann af spjaldinu í kringum teiginn. Spjaldskotið hans Tim Duncan er á lista SportsCenter yfir þessu frægu skot eða hreyfingar NBA-leikmanna í gegnum tíðina, svokölluð „NBA signature moves“, en þau eru nú nokkur skemmtileg. Michael Jordan á sitt skot í upptalningunni, þarna má líka finna tilþrif frá Kobe Bryant, Allen Iverson og að sjálfsögðu draumadansinn hans Hakeem Olajuwon. Sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, skotið sem ekki var hægt að blokka og skotið hjá stigahæsta leikmanni NBA-deildarinnar kemst hinsvegar ekki inn í myndbandið. Netverjar voru skiljanlega fljótir að benda á þetta ekki síst þar sem Steph Curry fær að vera með og þarna eru líka tilþrif frá Dirk Nowitzki og Bill Rusell. Dikembe Mutombo og Magic Johnson fá líka að vera með maðurinn, með 38387 stig og stóran hluta þeirra með sveifluskotinu sem gleymdist, er hvergi sjáanlegur. Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tuttugu tímabil fyrir bæði Milwaukee Bucks (1969–1975) og Los Angeles Lakers (1975–1989). Hann varð sex sinnum NBA-meistari (1971, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og sex sinnum valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1980). Abdul-Jabbar lék alls 1560 leiki í NBA og skoraði í þeim 24,6 stig að meðaltali, tók 11,2 fráköst í leik, gaf 3,6 stoðsendingar og varði 2,6 skot að meðaltali í þessum leikjum frá 1969 til 1989. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, er hinsvegar flott og það verður enginn körfuboltaáhugamaður svikinn af því að horfa á þessi tilþrif nokkrum sinnum í viðbót. Kareem Abdul-Jabbar fær bara að vera með næst.Duncan's bank. MJ's fadeaway. Hakeem's Dream Shake. NBA legends' signature moves never go out of style in this @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/IXr9xHfvOw— SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016 NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað „skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur. Tim Duncan var þekktur fyrir að láta verkin tala inn á vellinum, sannkallaður sigurvegari og liðsmaður, laus við öll látalæti og hann frægasta skot var að setja hann af spjaldinu í kringum teiginn. Spjaldskotið hans Tim Duncan er á lista SportsCenter yfir þessu frægu skot eða hreyfingar NBA-leikmanna í gegnum tíðina, svokölluð „NBA signature moves“, en þau eru nú nokkur skemmtileg. Michael Jordan á sitt skot í upptalningunni, þarna má líka finna tilþrif frá Kobe Bryant, Allen Iverson og að sjálfsögðu draumadansinn hans Hakeem Olajuwon. Sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, skotið sem ekki var hægt að blokka og skotið hjá stigahæsta leikmanni NBA-deildarinnar kemst hinsvegar ekki inn í myndbandið. Netverjar voru skiljanlega fljótir að benda á þetta ekki síst þar sem Steph Curry fær að vera með og þarna eru líka tilþrif frá Dirk Nowitzki og Bill Rusell. Dikembe Mutombo og Magic Johnson fá líka að vera með maðurinn, með 38387 stig og stóran hluta þeirra með sveifluskotinu sem gleymdist, er hvergi sjáanlegur. Kareem Abdul-Jabbar lék í NBA-deildinni í tuttugu tímabil fyrir bæði Milwaukee Bucks (1969–1975) og Los Angeles Lakers (1975–1989). Hann varð sex sinnum NBA-meistari (1971, 1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og sex sinnum valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (1971, 1972, 1974, 1976, 1977, 1980). Abdul-Jabbar lék alls 1560 leiki í NBA og skoraði í þeim 24,6 stig að meðaltali, tók 11,2 fráköst í leik, gaf 3,6 stoðsendingar og varði 2,6 skot að meðaltali í þessum leikjum frá 1969 til 1989. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, er hinsvegar flott og það verður enginn körfuboltaáhugamaður svikinn af því að horfa á þessi tilþrif nokkrum sinnum í viðbót. Kareem Abdul-Jabbar fær bara að vera með næst.Duncan's bank. MJ's fadeaway. Hakeem's Dream Shake. NBA legends' signature moves never go out of style in this @CocaCola #SCMustSee. pic.twitter.com/IXr9xHfvOw— SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira