Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2016 10:47 Lögregla hefur aukið eftirlit á götum Berlínar í kjölfar árásarinnar. Vísir/AFP Lögregla í Þýskalandi leitar nú að manni frá Túnis í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín sem framin var á mánudagskvöldið. Maðurinn á að vera rúmlega tvítugur að aldri. Lögregla hefur meðal annars leitað að manninum á öllum sjúkrahúsum í Berlín og í sambandsríkinu Brandenburg. RBB greinir frá þessu. Lögregla hefur enn ekki staðfest fréttirnar en blaðamannafundur verður haldinn innan skamms. Spiegel greinir frá því að skjöl eiga að hafa fundist í vörubílnum sem gefa tilefni til að ná tali af manninum. Þá eiga einnig að hafa fundist lífsýni mögulegs árásarmanns í vörubílnum sem notaður var í árásinni þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Bæði Bild og Spiegel segja manninn heita Anis A, búa yfir fjölda vegabréfa og vera á aldrinum 21 til 23 ára. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Skjalið sem á að hafa fundist í bílnum er gefið út í Norðurrín-Vestfalíu. Árið 2012 ferðaðist maðurinn til Ítalíu og í júlí 2015 sneri hann aftur til Þýskalands. Hann á að hafa haldið til í Norðurrín-Vestfalíu og Berlín, en ekkert hefur spurst til hans síðan í byrjun desember. Süddeutsche Zeitung segir að maðurinn á að hafa notast við átta mismunandi dulnefni. Lögregla handtók mann, pakistanskan hælisleitanda, skömmu eftir árásina á mánudagskvöldið, en honum var sleppt í gær vegna ónægra sönnunargagna. Hann neitar sök í málinu. Lögreglu hefur borist rúmlega fimm hundruð ábendingar frá almenningi vegna málsins, meðal annars myndir og myndskeið frá vettvangi árásarinnar. Hryðjuverkasamtökin ISIS segja að stríðsmaður samtakanna hafi framkvæmt árásina. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Lögregla í Þýskalandi leitar nú að manni frá Túnis í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín sem framin var á mánudagskvöldið. Maðurinn á að vera rúmlega tvítugur að aldri. Lögregla hefur meðal annars leitað að manninum á öllum sjúkrahúsum í Berlín og í sambandsríkinu Brandenburg. RBB greinir frá þessu. Lögregla hefur enn ekki staðfest fréttirnar en blaðamannafundur verður haldinn innan skamms. Spiegel greinir frá því að skjöl eiga að hafa fundist í vörubílnum sem gefa tilefni til að ná tali af manninum. Þá eiga einnig að hafa fundist lífsýni mögulegs árásarmanns í vörubílnum sem notaður var í árásinni þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Bæði Bild og Spiegel segja manninn heita Anis A, búa yfir fjölda vegabréfa og vera á aldrinum 21 til 23 ára. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Skjalið sem á að hafa fundist í bílnum er gefið út í Norðurrín-Vestfalíu. Árið 2012 ferðaðist maðurinn til Ítalíu og í júlí 2015 sneri hann aftur til Þýskalands. Hann á að hafa haldið til í Norðurrín-Vestfalíu og Berlín, en ekkert hefur spurst til hans síðan í byrjun desember. Süddeutsche Zeitung segir að maðurinn á að hafa notast við átta mismunandi dulnefni. Lögregla handtók mann, pakistanskan hælisleitanda, skömmu eftir árásina á mánudagskvöldið, en honum var sleppt í gær vegna ónægra sönnunargagna. Hann neitar sök í málinu. Lögreglu hefur borist rúmlega fimm hundruð ábendingar frá almenningi vegna málsins, meðal annars myndir og myndskeið frá vettvangi árásarinnar. Hryðjuverkasamtökin ISIS segja að stríðsmaður samtakanna hafi framkvæmt árásina.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42