Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. desember 2016 07:00 Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira