Miami Heat heiðraði Shaq með því að keyra 18 hjóla trukk inn á gólf | Myndband og myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 07:30 Shaquille O'Neal fékk sérstakt kvöld sér til heiðurs hjá Miami Heat í nótt en þá fór treyja hans upp í rjáfur í American Airlines Arena í Miami. Shaq spilaði í Miami í aðeins fjögur ár (2004-2008) og hefur sjálfur sagt að hann hélt að menn væru að grínast í sér þegar þeir sögðu honum frá því að Miami Heat treyja hans væri á leiðinni upp í rjáfur. Það var hinsvegar ekkert grín og í nótt fór hún þangað og treyja númer 32 situr þar við hlið treyjanna hjá Alonzo Mourning (Númer 33) og Tim Hardaway (Númer 10) sem voru þar til í nótt einu leikmenn Miami sem höfðu orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Það varð frægt á sínum tíma þegar Shaquille O'Neal mætti til Miami Heat 20. júlí 2004 á átján hjóla trukk og tilkynnti að hann ætlaði að koma með fyrsta NBA-meistaratitilinn til Miami. Shaq stóð síðan við stóru orðin.Take a closer look at the mini-diesel truck we presented @SHAQ with tonight! pic.twitter.com/EmggUCEKeN — Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 Miami Heat vann NBA-titilinn 2006 og þrátt fyrir að O'Neal hafi ekki verið kosinn bestur í úrslitaeinvíginu, heldur Dwyane Wade, þá átti Shaq mikinn þátt í sigri liðsins. Pat Riley, forseti Miami Heat og þjálfari þess þegar Shaquille spilaði þar talaði um það í ræðu við þetta tilefni að O'Neal hafi hreinlega breytt félaginu þegar hann kom. Til að minnast þessara ummæla Shaq þegar hann mætti til Miami sumarið 2004 þá kom átján hjóla trukkur inn á gólfið í American Airlines Arena í Miami þegar Shaq var heiðraður. Þeir komu náttúrulega ekki alvöru trukk inn í húsið en það var táknrænt að eftirlíking af slíkum flutningabíl væri á gólfinu þegar Shaquille O'Neal var heiðraður. Það má sjá upptöku af innkomu átján hjóla trukksins sem og hátið Shaquille O'Neal í Miami í nótt hér fyrir neðan.Mama Diesel pic.twitter.com/LmylJlP4hN— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Shaquille O'Neal fékk sérstakt kvöld sér til heiðurs hjá Miami Heat í nótt en þá fór treyja hans upp í rjáfur í American Airlines Arena í Miami. Shaq spilaði í Miami í aðeins fjögur ár (2004-2008) og hefur sjálfur sagt að hann hélt að menn væru að grínast í sér þegar þeir sögðu honum frá því að Miami Heat treyja hans væri á leiðinni upp í rjáfur. Það var hinsvegar ekkert grín og í nótt fór hún þangað og treyja númer 32 situr þar við hlið treyjanna hjá Alonzo Mourning (Númer 33) og Tim Hardaway (Númer 10) sem voru þar til í nótt einu leikmenn Miami sem höfðu orðið slíks heiðurs aðnjótandi. Það varð frægt á sínum tíma þegar Shaquille O'Neal mætti til Miami Heat 20. júlí 2004 á átján hjóla trukk og tilkynnti að hann ætlaði að koma með fyrsta NBA-meistaratitilinn til Miami. Shaq stóð síðan við stóru orðin.Take a closer look at the mini-diesel truck we presented @SHAQ with tonight! pic.twitter.com/EmggUCEKeN — Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016 Miami Heat vann NBA-titilinn 2006 og þrátt fyrir að O'Neal hafi ekki verið kosinn bestur í úrslitaeinvíginu, heldur Dwyane Wade, þá átti Shaq mikinn þátt í sigri liðsins. Pat Riley, forseti Miami Heat og þjálfari þess þegar Shaquille spilaði þar talaði um það í ræðu við þetta tilefni að O'Neal hafi hreinlega breytt félaginu þegar hann kom. Til að minnast þessara ummæla Shaq þegar hann mætti til Miami sumarið 2004 þá kom átján hjóla trukkur inn á gólfið í American Airlines Arena í Miami þegar Shaq var heiðraður. Þeir komu náttúrulega ekki alvöru trukk inn í húsið en það var táknrænt að eftirlíking af slíkum flutningabíl væri á gólfinu þegar Shaquille O'Neal var heiðraður. Það má sjá upptöku af innkomu átján hjóla trukksins sem og hátið Shaquille O'Neal í Miami í nótt hér fyrir neðan.Mama Diesel pic.twitter.com/LmylJlP4hN— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 23, 2016
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira